Beint í aðalefni
  1. Heimasíða hótelumsagna
  2. Spánn – umsagnir um hótel
  3. Kanaríeyjar – umsagnir um hótel
  4. Ameríska ströndin – umsagnir um hótel
  5. Umsagnir um Sol Tenerife

Umsagnir um Sol Tenerife 4 stjörnur

Avenida Rafael Puig Lliviana, s/n, 38660 Ameríska ströndin, Spánn

#581 af 711 hótelum – Ameríska ströndin

Eftirlæti gesta

Umsagnareinkunn

Byggt á 56 hótelumsögnum

6,9

Sundurliðun einkunnar

  • Hreinlæti

    7,4

  • Þægindi

    7,2

  • Staðsetning

    8,2

  • Aðstaða

    7,1

  • Starfsfólk

    8,3

  • Mikið fyrir peninginn

    6,9

  • Ókeypis WiFi

    7,5

100% staðfestar umsagnir

Ekta gestir. Ekta gisting. Ekta skoðanir.

Nánari upplýsingar- opnar svarglugga
Skrifa umsögn

Leitarniðurstöður 1 - 25

  • Umsögn skrifuð: 3. janúar 2025

    6,0
    Ánægjulegt
    • Frí
    • Fjölskylda með ung börn
    • Tveggja manna herbergi
    • 7 gistinætur
    • Sent með farsíma

    Allt orðið frekar gamalt og mætti yfirfara herbergin betur og gera þau snyrtilegri, laga hurðahúna, sturtuhaus, klósett o.fl. Við gátum ekki borðað morgunmatinn sem var innifalinn því miður var hann ekki góður.

    Vorum með útsýni yfir sjóinn og það var geggjað. Rúmin voru fín og stærðin á herberginu góð.

    Dvöl: desember 2024

  • Umsögn skrifuð: 23. september 2024

    7,0
    Óþrifnaður
    • Frí
    • Par
    • Tveggja manna herbergi með sjávarútsýni
    • 11 gistinætur
    • Sent með farsíma

    Pöddur hlaupandi um á göngum og í MATSALNUM bæði á gólfi og á diskum. Þurfti alltaf að biðja um vínglös ef ekki átti að drekka vatn. Baðherbergi skítugt [ hangandi niður úr loftinu]

    Dvöl: september 2024

  • Umsögn skrifuð: 1. febrúar 2024

    7,0
    Bara fínt hótel, við ströndina, þú færð það sem þú borgar fyrir.
    • Frí
    • Par
    • Tveggja manna herbergi með sjávarútsýni
    • 2 gistinætur

    Morgunmaturinn er mjög óspennandi.

    Hótelið er bara fínt, vel staðsett bæði miðað við strönd og veitingahús. Við vorum með herbergi sem snéri út í garðinn og heyrðist lítið frá skemmtistöðum framan við hótelið. Garðurinn er góður og önnur sundlaugin upphituð. Tvær strendur í 3-5 mínútna göngufjarlægð.

    Dvöl: janúar 2024

  • Umsögn skrifuð: 2. júlí 2023

    7,0
    Sæmilegt hótel
    • Frí
    • Fjölskylda með ung börn
    • Tveggja manna herbergi
    • 3 gistinætur
    • Sent með farsíma

    Mikil samkeppni um sólstóla. Nauðsynlegt að mæta snemma og taka frá. Hótelið segist fjarlægja handklæði eftir 20 mínútur en ég gat ekki séð að farið væri eftir því. Bannað að vera með stóra kúta og vindsængur í öllum laugum. Maturinn var fjölbreyttur en ekkert spes.

    Fín staðsetning upp á verslanir og strönd en nálægt næturklúbbum. Mjög liðlegt starfsfólk og fín herbergi með góðri loftkælingu. Gott prógram fyrir krakka á hverjum degi.

    Dvöl: júní 2023

  • Umsögn skrifuð: 26. mars 2023

    7,0
    Gott
    • Frí
    • Par
    • Tveggja manna herbergi
    • 21 gistinótt
    • Sent með farsíma

    Hávaði frá börum og næturklúbbum í nágrenni hótelsins fram á miðjar nætur

    Þjónustan og staðsetningin er góð

    Dvöl: mars 2023

  • Umsögn skrifuð: 25. febrúar 2023

    6,0
    Ánægjulegt
    • Frí
    • Fjölskylda með ung börn
    • Tveggja manna herbergi
    • 4 gistinætur
    • Sent með farsíma

    Of mikill hávaði frá skemmtistöðum í nágrenninu. Svaf lítið útaf hávaða.

    Stutt á ströndina

    Dvöl: febrúar 2023

  • Umsögn skrifuð: 3. febrúar 2023

    7,0
    Var bara í eina nótt og gekk bara vel
    • Frí
    • Hópur
    • Tveggja manna herbergi
    • 1 gistinótt
    • Sent með farsíma

    Það þarf að fara laga herbergin, mála og breyta rúmunum þau voru alltaf hörð. Líka kannski sjónvarpið vorum að búaT við flottu venjulegu sjonvarpi en þetta var bara gamalt og subbulegt. Og ljósaperurnar voru alltof gular passaði ekki inní herbergið

    Góður morgunmatur og geggjuð staðsetning, kurteist starfsfolk og gekk allt vel

    Dvöl: febrúar 2023

  • Umsögn skrifuð: 10. desember 2022

    7,0
    Gott
    • Frí
    • Par
    • Tveggja manna herbergi með sjávarútsýni
    • 16 gistinætur
    • Sent með farsíma

    Stundum mikill hávaði

    Góður fjölbreyttur matur

    Dvöl: desember 2022

  • Umsögn skrifuð: 18. október 2022

    8,0
    Bara ánægjuleg ađ bestu leiti.
    • Frí
    • Hópur
    • Tveggja manna herbergi með sjávarútsýni á hlið
    • 16 gistinætur
    • Sent með farsíma

    Ekki nógu ánægđ međ sölu veitinga í garđinum ef undanskilin er sala á drykkjum, bar.

    Morgunverđur mjög góđur. Viđ vorum heppin međ herbergi eftir ađ viđ fengum skipt um herbergi, líkađi ekki stađsetning á fyrra herbergi. Ánægđ ađ öđru leiti.

    Dvöl: október 2022

  • Umsögn skrifuð: 24. mars 2022

    8,0
    Mjög gott
    • Frí
    • Par
    • Tveggja manna herbergi með sjávarútsýni
    • 11 gistinætur

    mjög góður morgunmatur , snyrtilegt hótel mjög almennilegt starfsfólk

    Dvöl: mars 2022

  • Umsögn skrifuð: 8. mars 2022

    8,0
    Mjög gott
    • Frí
    • Par
    • Tveggja manna herbergi með sjávarútsýni á hlið
    • 7 gistinætur

    Mjög góður morgunmatur. Vel þrifið á herbergjum ,góður garður. Margret

    Dvöl: mars 2022

  • Umsögn skrifuð: 10. janúar 2025

    1,0
    Terrible hotel...HRÆÐILEGT HÓTEL
    • Frí
    • Par
    • Tveggja manna herbergi
    • 7 gistinætur
    • Sent með farsíma

    Óþægileg rúm Skítugt... Kakkalakkar Hræðilegur morgunmatur Hávaði frá skemmtistöðum Þetta hótel a að hafa max 2 stjörnur alls ekki meira Uncomfortable beds Dirty... Cockroaches Terrible breakfast This hotel should have max 2 stars, no more

    Dvöl: janúar 2025

  • Umsögn skrifuð: 25. nóvember 2024

    1,0
    Mjög lélegt
    • Frí
    • Ein(n) á ferð
    • Tveggja manna herbergi
    • 9 gistinætur

    Það var mikil hávði alla nóttina Músik sem hætti ekki fyrir en 6 um morguninn og svo kakkalakkarnir sem voru í herbergi Átti eftir að gista 3 nætur þegar ég yfirgaf hótelið Mæli alls ekki með þessu hóteli

    Morgunmaturinn mjög góður

    Dvöl: nóvember 2024

  • Umsögn skrifuð: 29. október 2024

    3,0
    Lélegt
    • Frí
    • Par
    • Tveggja manna herbergi
    • 9 gistinætur
    • Sent með farsíma

    Gamalt hótel.... léleg loftræstin og slæleg herbergisþrif, tipsaði samt 20 evrur á degi 2. Einn tengill á baði Og EINN í herbergi. Hægt að borga fyrir fjöltengi. Fáir sólbekkir. Frábær staðsetning.

    Staðsetning. Var með besta móti og kjörbúð við inngang.

    Dvöl: október 2024

  • Umsögn skrifuð: 2. nóvember 2023

    5,0
    Sæmilegt
    • Frí
    • Par
    • Tveggja manna herbergi
    • 6 gistinætur

    Ekki góð rúm (á hjólum mjög óþægileg) Glatað að þurfa að ganga með band um úlnliðinn allan tímann á meðan dvölinni stóð, ekki val um neitt annað. Mjög mikill hávaði frá Karókístað við hótelið. Ekki möguleiki fyrir fjölskyldumeðlimi sem dvöldu á öðru hóteli að koma í heimsókn.

    Ágætur morgunverður.

    Dvöl: október 2023

  • Umsögn skrifuð: 29. desember 2022

    4,0
    Vonbrigði
    • Frí
    • Par
    • Tveggja manna herbergi
    • 21 gistinótt
    • Sent með farsíma

    Hávaðinn óþolandi frá diskótekonum Mjög léleg rúm ,wc laust. Heyrist allt á milli herbergja Orðið mjög þreytt

    Garðurinn góður hreint og þrifalegt

    Dvöl: desember 2022

  • Umsögn skrifuð: 7. nóvember 2022

    3,0
    Lélegt
    • Frí
    • Ein(n) á ferð
    • Tveggja manna herbergi
    • 7 gistinætur
    • Sent með farsíma

    Staðsetning slæm mjög óhreint bæði inni og úti

    Dvöl: nóvember 2022

  • Umsögn skrifuð: 29. október 2022

    2,0
    Mjög lélegt
    • Frí
    • Par
    • Tveggja manna herbergi
    • 14 gistinætur
    • Sent með farsíma

    Illa þrifið, alltof hljóðbært milli herbergja, allt of mikill hávaði af skemmtistöðum í kring sem eru opnir til kl. 6 á morgnana. Við hjónin komum heim eftir 1/2 mánuð, út bitin vegna óhreinlætis á herberginu (skápapöddur) og gjörsamlega ósofin (sem sagt engin afslöppun) þreyttari eftir þetta "frý" en við vorum fyrir.

    Maturinn á hótelinu var í góðu lagi 👍

    Dvöl: október 2022

  • Umsögn skrifuð: 25. maí 2022

    3,0
    Lélegt
    • Frí
    • Par
    • Tveggja manna herbergi
    • 14 gistinætur
    • Sent með farsíma

    Rúmin hörð .. illa þrifið.. allt gamalt og löngu komið a tima.. Og allir voða elskulegir ef maður bað um eitthvað, en það skilaði það eingu..

    Dvöl: maí 2022

  • Umsögn skrifuð: 22. apríl 2022

    2,0
    Mjög lélegt
    • Frí
    • Par
    • Tveggja manna herbergi
    • 21 gistinótt
    • Sent með farsíma

    Mikill hávaði..engin viðleitni til að færa okkur á betri stað..kakkalakkar inn á herbergi.

    Dvöl: apríl 2022

  • Umsögn skrifuð: 19. apríl 2022

    5,0
    Sæmileg,
    • Viðskiptaferð
    • Hópur
    • Tveggja manna herbergi
    • 10 gistinætur

    Þarna er nokkuð mikill hávaði frá skemmtistöðum í kring.

    Morgunmatur var bara ságætur.

    Dvöl: mars 2022

  • Umsögn skrifuð: 8. apríl 2022

    4,0
    Vonbrigði
    • Frí
    • Fjölskylda með ung börn
    • Tveggja manna herbergi með sjávarútsýni á hlið
    • 7 gistinætur
    • Sent með farsíma

    Herbergin héngu nánast á hjörunum, allt orðið frekar lúið inn í þeim, engir diskar, hnífapör, vínglös eða kaffivél. Svalahurðin var svo stíf að það var varla hægt að opna hana en hún var löguð daginn eftir komuna, þegar að við sögðum frá því. Það er alls ekki hægt að kalla þetta 4 stjörnu hótel

    Sundlaugargarðurinn var frábær og morgunmaturinn góður

    Dvöl: apríl 2022

  • Umsögn skrifuð: 14. mars 2022

    3,0
    Lélegt
    • Frí
    • Par
    • Tveggja manna herbergi
    • 3 gistinætur

    morgunverðurinn stóðst engan veginn væntingar, var alls ekki góður og kaffið ódrekkandi

    staðsetningin er mjög góð, alveg við ströndina og allt iðandi af mannlífi í kring.

    Dvöl: mars 2022

  • Umsögn skrifuð: 30. janúar 2022

    5,0
    Myndirnar blekkja.
    • Frí
    • Par
    • Tveggja manna herbergi
    • 10 gistinætur
    • Sent með farsíma

    Myndirnar blekkja verulega mikið.Mjög þreytt hòtel og mikill hàvaði frà skemmtistöðum ì kring en þökk sè Covid var öllu skellt ì làs kl 12. Leki à klòsetti, bilað sjònvarp, hurðar bòlgnar svo ekki var hægt að loka og dyralarmar brotnir og bognir.Fèkk það à tilfinninguna að það væru margir með mèr inn à baði þar sem það heyrðist mjög mikið à milli herbergja og hæða.Lyfturnar voru lengi à leiðinni og bið eftir þeim allt upp ì 5 til 7 mìnùtur à morgnana. Stòlar og bekkir ùti einnig þreytt og lùið.Stjörnugjöf ì engu samræmi við gæði og verðlag.

    Morgunmaturinn var æðislegur og starfsfòlkið yndislegt.Skemmtilegt fòlk sem sà um viðburði à hòtelinu. Stutt ì afþreyingu og helstu staði.

    Dvöl: janúar 2022

Leitarniðurstöður 1 - 25

Við jöfnum verðið
Við jöfnum verðið
Lágt verð • Engin bókunargjöld • Fannstu eitthvað ódýrara? Við endurgreiðum mismuninn!

Gestir gáfu líka umsögn um þessa gististaði: