Upplýsingarnar á þessari síðu eru byggðar á fyrri meðaltölum og endurspegla hugsanlega ekki núverandi skilyrði. Hafðu samband við yfirvöld á svæðinu til að fá nýjustu ferðaráðleggingar
Lesa meiraBesti tíminn til að heimsækja Frakkland er frá apríl til júní og frá september til nóvember. Þá er færra fólk á ferðinni og hitastigið er þægilegra miðað við mollulegan hita sumarmánaðanna. Ef þig langar frekar á skíði er best að renna sér niður skíðabrekkurnar frá desember og fram í byrjun apríl.
Mælt er með að kanna fjölbreytt héruð Frakklands áður en sumarfríin byrja þar í landi en þau standa yfir frá miðjum júlí og fram í lok ágúst. Þó skal hafa í huga að mörg fyrirtæki eru lokuð á þessum tíma og almenningssamgöngur takmarkaðar og það er gott að kynna sér það vel fyrirfram. Suðrænt loftslagið á frönsku Rívíerunni býður upp á hlýtt veður næstum allan ársins hring en á veturna í París er hægt að skoða menningarstaði eins og Louvre-safnið án þess að standa í langri röð. Fyrir alvöru vínsmökkun er tilvalið að halda til héraðanna Bordeaux og Burgundy, frá mars til maí til að upplifa landslagið eða í október og nóvember fyrir vínberjauppskeruna.
Frekari upplýsingar um besta tímann til að heimsækja Frakklandi
Veður- og ferðaábendingar fyrir Frakklandi eftir mánuði
Þegar kólnar í veðri er tími til kominn að skella sér á skíði í norðurhluta landsins eða í snæviþöktu Ölpunum sem þá opna fyrir skíðatímabilið. Janúar er kaldasti mánuðurinn í mörgum stærstu borgunum, eins og París, Lyon og Bordeaux. Meðalhiti er í kringum 6°C. Meira að segja Côte d'Azur er ekki laus við kuldann svo taktu með þér hlýjan jakka og nokkrar hlýjar flíkur fyrir það hérað sem þú ætlar að heimsækja.
Það er ekkert leyndarmál að í Frakklandi eru nokkrir bestu skíðadvalarstaðir í heimi og af þeim eru Chamonix, Tignes og Val d’Isère á meðal þeirra vinsælustu. Byrjendur og reynslumeiri skíðagarpar geta fengið besta snjóinn á þessum tíma, sem og uppgötvað ekta „après ski“ og notalegu Alpaþorpin. Ef þú ert ekki mikið fyrir skíði geturðu notið góðs af vetrarútsölunum því margar verslanir bjóða allt að 70% afslátt. Inn á milli geturðu haldið á þér hita á hlýlegu kaffihúsunum, bístróunum og grillhúsunum og smakkað allan ljúffenga franska matinn og vínin.
9°C
Hæsti
3°C
Lægsti
16 dagar
Úrkoma
Skíðatímabilið er í fullum gangi í febrúar og búast má við margmenni þegar vetrarfríið byrjar í skólum og fjölskyldur flykkjast á dvalarstaðina. Þegar hitastigið í Ölpunum er undir frostmarki er meðalhiti í öðrum hlutum landsins um 5°C. Þó mörg pör haldi til Parísar fyrir Valentínusardaginn er mjög margt annað um að vera í febrúar.
Sólríki suðurhlutinn nýtir góða veðrið með því að halda viðburði utandyra, eins og Kjötkveðjuhátíðina í Nice en þar er hægt að sjá blómabardaga, skrítna búninga og magnaða skrúðgöngu með stórkostlegum vögnum. Við landamæri Ítalíu er litli bærinn Menton og þar fer Fête du Citron-hátíðin fram, sem vitnisburður um blómaskeið borgarinnar sem stærsti sítrónuframleiðandi Evrópu. Þú mátt búast við að sjá allt frá ávaxtaskrúðgöngum til sýninga á sítrusmynstrum.
8°C
Hæsti
1°C
Lægsti
13 dagar
Úrkoma
Um leið og fyrstu blómin láta sjá sig taka sveitir Frakklands á sig einstaka litadýrð. Mars er einnig síðasti mánuðurinn til að skella sér á skíði og skólafríin eru enn í gangi fram í miðjan mánuðinn. Því má búa sig undir mannmergð ef þú ert á leiðinni í brekkurnar. Utan Alpanna er meðalhiti í landinu um 8–10°C svo það er enn góð hugmynd að taka með sér góða vetrarúlpu.
Í suðurhluta landsins heldur gleðskapurinn áfram á hátíðum og veðrið tekur að hlýna og nær allt að 15°C. Samfélag Íra í París tryggir það að St. Patrick’s Day fari ekki fram hjá neinum þann 17. mars, þar sem krár borgarinnar óma af hefðbundinni írskri tónlist og Guinnessinn flæðir. Það er tilvalið að nýta páskafríið í dagsferð til Flavigny-sur-Ozerain í Burgundy sem var tökustaður kvikmyndarinnar Chocolat frá árinu 2000, með Juliette Binoche og Johnny Depp í aðalhlutverkum.
13°C
Hæsti
4°C
Lægsti
14 dagar
Úrkoma
Milt veður í norðri og sjóðheit stemning í suðri gerir apríl einn besta mánuðinn til að heimsækja Frakkland. Þú getur ennþá farið á skíði í hæst staðsettu skíðadvalarstöðunum, eins og Tignes og Val d'Isere en það ætti enn að vera nægur snjór í brekkunum á þessum tíma árs. Utan skíðabrekknanna er hægt að fara í gönguferðir og upplifað fallegt landslagið sem samanstendur af bleikum blómstrum og snæviþöktum fjallstindum. Meðalhiti í Ölpunum er um 7°C en í París og inn til sveita í Frakklandi er hitastigið þægilegt, um 12°C. Taktu með þér góða gönguskó, regnhlíf ef það rignir og hlý föt aukalega fyrir svöluaprílkvöldin.
Páskahátíðin er í aðalhlutverki og fjölmargir viðburðir fara fram víðsvegar um landið. Gluggar hjá súkkulaðiframleiðendum fyllast af girnilegu góðgæti sem sjón er að sjá en takið eftir fljúgandi bjöllunum sem koma með páskaeggin í Frakklandi. Í bænumBessieres í suðvestri koma kokkar saman og gera risastóra eggjaköku úr 15.000 eggjum og Chateaux Vaux le Vicomte rétt fyrir utan París heldur stærstu páskaeggjaleit landsins.
16°C
Hæsti
7°C
Lægsti
14 dagar
Úrkoma
Þegar vorar spretta fram fjölmargir menningarviðburðir og hátíðir í góða veðrinu. Yfir daginn gæti verið hlýtt en kvöldin geta verið svöl svo hlý aukaföt koma að góðum notum. Taktu með þér regnhlíf ef þú heldur höfuðborgarinnar því úrkoman í París er með því mesta sem gerist í maí. Minnsta úrkoman er í Nice.
1. maí er almennur frídagur í Frakklandi og því eru flest fyrirtæki lokuð og almenningssamgöngur gætu farið úr skorðum. Búast má við veisluhöldum á götum úti og sölubásum með „muguets“ eða dalaliljum sem eiga að færa manni heppni. Áhugafólk um kvikmyndir ættu að halda á hina heimsfrægu Kvikmyndahátíð í Cannes sem stendur yfir í 12 daga í maí. Ásamt því að fara á kvikmyndasýningar undir berum himni á ströndinni getur þú einnig séð stjörnurnar á rauða dreglinum. Einhverjir helstu viðburðir í íþróttaheiminum fara fram í maí, meðal annars French Open-tennismótið og Grand Prix-kappaksturinn í Formúlu 1 og MotoGP-mótorhjólakeppnin í Mónakó.
18°C
Hæsti
10°C
Lægsti
15 dagar
Úrkoma
Sumarið skartar sínu fegursta í júní, þar sem heiðblár himinn og hlýtt veður einkennir flesta daga. Hins vegar gæti rignt og köld sumarkvöld gera það nauðsynlegt að bæta nokkrum hlýjum flíkum við í ferðatöskuna. Það er aðeins eins eða tveggja stiga munur á hitastigi í landinu, meðalhiti er í kringum 20°C.
París er fjölsótt á þessum tíma árs en góðu fréttirnar eru að utan höfuðborgarinnar er að finna margar menningarborgir sem eru lausar við mannmergð. Hátíðartímabilið nær hápunkti á þessum tíma, Fête de la Musique-hátíðin þann 21. býður upp á ókeypis tónleika út um allt land og margir helstu djassleikarar heimsins koma fram á Paris Jazz Festival. Það er einnig fjögurra daga fête le vin, vínhátíð, haldin í Bordeaux þar sem hægt er að smakka bestu vín heims og afurðir úr héraði. Skólafríið byrjar ekki fyrr en um miðjan júlí og þetta er því fullkominn tími til að halda til fallegu strandlengjunnar á frönsku Rívíerunni, það er rólegt á ströndunum þar og hitastigið um 25°C.
23°C
Hæsti
13°C
Lægsti
12 dagar
Úrkoma
Sumarið er sannarlega gengið í garð en þú ættir að passa þig á hitabylgjum, sérstaklega sunnan til, og einnig geta skógareldar verið yfirvofandi hætta. Skólinn er kominn í frí svo margar borgir eru iðandi af lífi þegar fjölskyldur jafnt og ferðalangar fjölmenna á strætunum. Það er svalara veður í norðurhéruðum Alpanna þar sem hitastigið er í kringum 17°C. Ef það er bongóblíða sem þú leitar að eru borgirnar fyrir miðju landsins og strendurnar á frönsku Rívíerunni réttu staðirnir.
Fagnaðu frönsku byltingunni þegar skrúðgöngur og flugeldar yfirtaka landið á Bastilludeginum þann 14. júlí. Ef þú ert í Ölpunum í júlí er þess virði að kíkja á Tour de France-hjólreiðakeppnina þar sem heimsins bestu hjólreiðagarpar keppa við hvern annan um eftirsóttu gulu treyjuna. Langar þig að hlusta á tónlist? Í Alsace-héraði er hin árlega Colmar International Festival-hátíðin haldin en hún telur 20 tónleika á 10 dögum. Í Carcassone í suðri eru um 100 tónleikar og sýningar, allt frá djassi til óperu.
26°C
Hæsti
16°C
Lægsti
11 dagar
Úrkoma
Þar sem Frakkar fara yfirleitt í sumarfrí frá 14. júlí (Bastilludagurinn) og fram í miðjan ágúst má búast við því að einhverjar verslanir og veitingastaðir verði lokaðir fyrri hluta mánaðarins. Flestir heimamenn halda til strandborganna við suðurströndina og njóta sumarhitans þar sem er að meðaltali 25°C. Það er sniðugt að taka með sér létt bómullarföt og auka yfirhöfn fyrir kvöldið. Haltu eftir plássi í ferðatöskunni fyrir regnjakka og jakka ef þú heldur þig við norðurhluta Frakklands því þar getur verið kalt á kvöldin.
Hækkandi hitastig og mannmergð þýðir að eitt það besta sem þú getur gert í ágúst er að skella sér á bestu hátíðirnar. Í vesturhverfum Parísar er hátíðin Rock en Seine en þar er alltaf frábær dagskrá með eftirsóttustu hljómsveitunum. Fêtes de Dax-hátíðin í suðvestri laðar að um 800.000 tónlistarunnendur en hún stendur yfir í fimm daga.
25°C
Hæsti
15°C
Lægsti
11 dagar
Úrkoma
September er yndislegur tími til að heimsækja Frakkland. Hitinn sem einkenndi sumarmánuðina er enn til staðar, þó hitastigið sé þolanlegra eða um 20°C yfir daginn. Annað sem er gott við þessa árstíð er að skólafríin eru búin og því er hægt að skoða helstu kennileitin í meiri ró.
Nú þegar yfirþyrmandi sumarhitinn er yfirstaðinn og fyrirtæki hafa opnað aftur eftir sumarfríin er gaman að kanna borgir sem oftast eru annasamari, eins og París, Nice og Lyon. Það eru enn fjöldi viðburða í gangi sem hægt er að sækja, þar á meðal stærsti flóamarkaður Evrópu í Lille fyrstu vikuna í september og Ravel Festival við Atlantshafsströndina en þar er hægt að heyra hefðbundna baskneska tónlist. Vínberjasuppskeran er enn í fullu fjöri í þessum mánuði og því er þetta einnig fullkominn tími til að fara í franskan vínleiðangur og heimsækja Bordeaux, Burgundy og Champagne.
22°C
Hæsti
12°C
Lægsti
12 dagar
Úrkoma
Haustlitadýrðin hvarvetna í landinu tekur vel á móti þér með fallegum rauðum og gylltum litatónum og dagarnir verða styttri og svalari. Flestir dagar eru sólríkir en yfirleitt er erfitt að spá fyrir um veðrið, nema þú sért í hlýja suðurhluta landsins í byrjun mánaðarins. Gott er að hafa jakka og regnhlíf með í för því það gæti rignt.
Fyrstu vikuna í október er árlega Nuit Blanche-menningarhátíðin haldin í París en þá opna söfn, gallerí og aðrir menningarviðburðir dyrnar fyrir gestkomandi langt fram á kvöld. Þó íbúar Frakklands haldi ekki mikið upp á hrekkjavöku stendur Disneyland Paris fyrir sínu. Þar er hægt að fara á skuggalega skemmtilegar sýningar í báðum görðunum, ásamt því að upplifa gömlu góðu Disney-töfrana. Lyon heiðrar arfleifð sína sem fæðingarstað kvikmyndarinnar en þar fer fram Lumière-kvikmyndahátíðin, með yfir 400 sýningar víðsvegar um borgina.
18°C
Hæsti
10°C
Lægsti
14 dagar
Úrkoma
Hitastigið fer ekki oft í tvær tölur í nóvember nema þú haldir þig sunnarlega þar sem meðalhiti helst í 13°C. Taktu endilega með þér nokkrar aukaflíkur og vatnsþolin föt þar sem vindur og votviðri einkennir veðrið í flestum landshlutum.
Almenningssamgöngur gætu farið úr skorðum fyrsta dag mánaðarins, á Toussaint eða Allraheilagramessu, sem og á Vopnahlésdaginn þann 11. nóvember. Báðir dagar eru almennir frídagar. Verðandi vínþjónar ættu að skipuleggja ferðir í kringum Beaujolais Nouveau-hátíðina sem er haldin þriðja fimmtudaginn í nóvember en þá fer fram smökkun á kærkomna Beaujolais-víninu, aðeins nokkrum dögum eftir uppskeru vínberjanna. Vínhátíðirnar halda áfram með Hospices de Beaune-vínuppboðinu í Burgundy þriðja sunnudaginn í þessum mánuði, þar sem öll framlög renna til góðgerðarmála.
13°C
Hæsti
7°C
Lægsti
15 dagar
Úrkoma
Skemmtanahöldin og kryddað jólaglögg hleypir hlýju og notalegu lífi í kaldan vetrartímann. Jólamarkaðir spretta upp um allt land, sem og skólafríin svo það má búast við meiri fólksfjölda í stórborgunum. Skíðatímabilið hefst í Ölpunum og Pýreneafjöllunum, en þar er úrval af vetraríþróttum til að velja úr. Pakkaðu hlýjum jakka, þykkum sokkum og vettlingum ofan í töskuna til að klæða af þér kuldann í desember.
Ef þig langar að upplifa sannan hátíðaranda er tilvalið að heimsækja jólamarkaðina í Alsace-héraðinu en þar er hægt að upplifa bæði frönsk og þýsk menningaráhrif. Gríptu bolla af „vin chaud“, frönsku jólaglöggi, og kannaðu hvern bás undir glitrandi jólaljósunum í þúsundatali. Meðal vinsælustu markaðanna eru Strassborg-markaðurinn, sá elsti í Evrópu, og Ribeauvillé-markaðurinn en þar er miðalda- og búningaþema. Í Lyon er haldin Fêtes des Lumières, ljósahátíð, en þar gefst tækifæri á að sjá helstu minnisvarða borgarinnar og árnar upplýstar með myndskeiðum, laser- og LED-ljósum.
10°C
Hæsti
4°C
Lægsti
15 dagar
Úrkoma
Hitastigið í Frakklandi er mjög breytilegt milli héraða allt árið um kring, eins og snæviþöktu tindarnir í Ölpunum, Jura og í Pýreneafjöllunum og suðræni hitinn á suðausturströndinni gefa til kynna. Sumrin í héruðunum í norðri og inn til landsins, eins og Normandí, Burgundy og Île-de-France (þar sem París er staðsett), einkennast af heitu og röku veðri en veturnir eru kaldir og blautir. Veturinn er yfirleitt kaldari og lengri í borgum á borð við Strassborg í Alsace-Lorraine-héraðinu og Grenoble og Chamonix í Ölpunum. Miðjarðarhafsloftslag einkennir veðrið allan ársins hring í suðri, sumrin þar eru því heit, þurr og sólrík.
jan | feb | mar | apr | maí | jún | júl | ág | sept | okt | nóv | des | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
París | Hæsti | 8°C | 7°C | 13°C | 16°C | 18°C | 22°C | 25°C | 25°C | 21°C | 16°C | 11°C | 9°C |
Lægsti | 3°C | 2°C | 5°C | 7°C | 10°C | 13°C | 16°C | 15°C | 12°C | 10°C | 7°C | 5°C | |
Úrkoma | 16 dagar | 14 dagar | 15 dagar | 15 dagar | 15 dagar | 13 dagar | 11 dagar | 12 dagar | 12 dagar | 14 dagar | 16 dagar | 16 dagar | |
Nice | Hæsti | 13°C | 12°C | 15°C | 17°C | 20°C | 24°C | 27°C | 27°C | 25°C | 21°C | 17°C | 14°C |
Lægsti | 6°C | 5°C | 9°C | 12°C | 14°C | 19°C | 21°C | 21°C | 18°C | 15°C | 11°C | 8°C | |
Úrkoma | 16 dagar | 14 dagar | 15 dagar | 15 dagar | 15 dagar | 13 dagar | 11 dagar | 12 dagar | 12 dagar | 14 dagar | 16 dagar | 16 dagar | |
Lyon | Hæsti | 7°C | 6°C | 14°C | 17°C | 20°C | 25°C | 27°C | 27°C | 22°C | 18°C | 12°C | 9°C |
Lægsti | 2°C | -0°C | 4°C | 7°C | 10°C | 14°C | 16°C | 15°C | 12°C | 10°C | 5°C | 3°C | |
Úrkoma | 16 dagar | 14 dagar | 15 dagar | 15 dagar | 15 dagar | 13 dagar | 11 dagar | 12 dagar | 12 dagar | 14 dagar | 16 dagar | 16 dagar | |
Marseille | Hæsti | 12°C | 11°C | 16°C | 19°C | 22°C | 28°C | 30°C | 30°C | 26°C | 22°C | 16°C | 13°C |
Lægsti | 4°C | 2°C | 6°C | 9°C | 12°C | 16°C | 19°C | 18°C | 15°C | 13°C | 8°C | 5°C | |
Úrkoma | 16 dagar | 14 dagar | 15 dagar | 15 dagar | 15 dagar | 13 dagar | 11 dagar | 12 dagar | 12 dagar | 14 dagar | 16 dagar | 16 dagar | |
Strassborg | Hæsti | 6°C | 5°C | 12°C | 16°C | 19°C | 24°C | 26°C | 25°C | 21°C | 16°C | 10°C | 8°C |
Lægsti | 1°C | -1°C | 2°C | 6°C | 9°C | 12°C | 14°C | 13°C | 10°C | 7°C | 5°C | 2°C | |
Úrkoma | 16 dagar | 14 dagar | 15 dagar | 15 dagar | 15 dagar | 13 dagar | 11 dagar | 12 dagar | 12 dagar | 14 dagar | 16 dagar | 16 dagar | |
Bordeaux | Hæsti | 11°C | 10°C | 15°C | 17°C | 19°C | 24°C | 27°C | 26°C | 24°C | 20°C | 15°C | 12°C |
Lægsti | 5°C | 2°C | 6°C | 8°C | 10°C | 14°C | 15°C | 15°C | 13°C | 11°C | 8°C | 5°C | |
Úrkoma | 16 dagar | 14 dagar | 15 dagar | 15 dagar | 15 dagar | 13 dagar | 11 dagar | 12 dagar | 12 dagar | 14 dagar | 16 dagar | 16 dagar |
Kostnaður við að dvelja í Frakklandi
Viltu ferðast á hagkvæman hátt? Hér getur þú séð hvað það kostar að dvelja í Frakklandi í hverjum mánuði fyrir sig.
Bestu staðirnir til að heimsækja í Frakklandi
Kíktu á vinsælustu borgirnar, staðina og afþreyinguna í Frakklandi!
París
Vinsælt í desember
Söfn, Borgargönguferðir, Arkítektúr
Nice
Vinsælt í ágúst
Göngusvæði, Gamli bærinn, Við hafið
Lyon
Vinsælt í júlí
Gamli bærinn, Borgargönguferðir, Sælkeramatur
Marseille
Vinsælt í ágúst
Höfn, Sólríkt, Borgargönguferðir
Strassborg
Vinsælt í desember
Gamli bærinn, Dómkirkja, Borgargönguferðir
Bordeaux
Vinsælt í ágúst
Borgargönguferðir, Arkítektúr, Vínsmökkun
Viltu bóka ferð til Frakklands núna?
Sláðu inn dagsetningarnar til að finna rétta gististaðinn í Frakklandi!
Been there ca. 80 times for bueiness and plesure I will never get tired of this city They serve the best food in the world :)
Nice hotel. great breakfast. good indoor pool. Close to Disneyland and Paris.
Favorite places, Louvre, and sailing on the Seine. The food was good everywhere. What I would avoid if I come again is the hotel I was in. Hotel Tipi.
Í París eru frábær söfn og skemmtilegt að versla. Alltaf hægt að finna góðan mat en erfitt að finna gott kaffi. Mjög auðvelt að ferðast um borgina bæði gangandi eða í Metro. Algjörlega nauðsynlegt að skoða Pompidu safnið.
Notalegur bær þar sem lítið er um erlenda ferðamenn. Frakkar virðast fara mikið þangað í frí og því verðlag mjög gott miðað við aðra ferðastaði.
One of the best ski areas in the world. Great on every level - but be ready to pay for it.
Paris is a great city, so many different things to see, museums to visit, restaurants to try and all the architecture etc. You never get tired of Paris. All the quarters of Paris have something unique to see, all have their own atmosphere which of course is just great.
Ein fallegasta borg Evrópu. Frábær borg þar sem hægt er að fá fína blöndu af menningu og útivist. Skemmtilegt að leigja hjól og hjóla meðfram Annecy vatninu. Einnig góðar og vel merktar gönguleiðir í fjöllunum í kring.
Ég er verklerliga ánægð og mundi gerna gista aftur. Frábær staðsetting þegar maður er að fara aftur heim
Excellent skiing area. Lots of good restaurants. Good supermarket, Sherpa. Easy to rent skis. Beautyful
Æðislegt og yndisleg borg sem hefur margt til að skoða
Would have expected public transport to be better in such a tourist oriented town, all buses are crowded and to long time between buses. More groomed slopes please!
Frábær útivistarstaður. Mörg skíðasvæði sem unnt er að velja á milli og fjölhæfar brekkur. Bærinn æðislegur.
We stayed just one night on our way from Valence to Paris.
Mikið um raðir annars mjög gaman að koma þarna
Dásamlegt að vera í París, fallegt umhverfi, frábærir veitingastaðir, vinalegt fólk.
París er æðisleg. Endalaust mikið hægt að skoða og sérlega áhugaverð saga um alla borg. Við fórum í hjólaferð og mæli klárlega með að skoða borgina á þann hátt. Maturinn í París er frábær, mæli með að skoða umsagnir á t.d. TripAdvisor eða Google og panta þar sem það er hægt.
Rólegur miðbær að kvöldi til. Mikið af fólki í miðbænum að degi til.
Skemmtilegt svæði, ókeypis almenningssamgöngur á milli þorpa. Frábært skíðasvæði
I was here in the summer time doing down-hill mountain biking. Be sure to have a guide, since it's easy to ride off a cliff if not carefull. The best day of biking I've ever lived. Highly reccomend this for biking and/or hiking.
Það sem eyðilagði ferðina var hótelið - hræðilegt hótel ósnyrtilegt vantaði margt í herbergið, skelfileg þjónusta. Myndirnar á síðunni er ekki eins - mæli alls ekki með þessu hóteli. Næst þegar við förum til Parísar verðum við á öðru hóteli.
We had pre ordered a lot of things before our arrival to Paris which was very convient. We managed to do a lot of things as the weather was sunny and bright all the time. We highly recommend sailing and dining on Signa and also a guided cycling tour.
Falleg borg sem auðvelt er að fara um gangandi eða með metroinu söfn og kirkjur glæsileg Góðir veitingastaðir alltaf happy hour langt framá kvöld sem er kostur Mæli með að borða ostafondu sem aðra ostarétti. Eina semmég get nefnt neikvæt er umferðamengun
My favourite city I plan to go there every spring.
Heillandi borg með margt í boði, menning, glamúr og góður matur
There is a lot to do and see in Paris, but a bit too big for me.
Beautiful town close to so many great attractions, perfect spot for people looking for peace and quiet without beeing to far away from bigger cities. Clise to many fab places like Carnac, Kingoland, Île-aux-Moines and many great castles. Perfect for families young children and couples.
The first place I visit on the Riviera and its has a place in my heart. The most stunning beach Plage de Mala is there and its also close to Eze. Been there many times last 20 plus years. I recommend staying at Sara Riviera apartments because of the stunning view over Cap Dail.
Agay is a hidden gem on the Riviera. Lovely beaches and relaxed atmosphere. Great palce for families and my children loves Village Cap Esterel and we try to visit 2 times a year.
J'aime Aix très bien depuis des années et je la recommande vivement
Love Cannes, the food and atmosphere. But you pay what you get for ;)
Frábær borg! Falleg og auðvelt að taka “public transport” ! Tók okkur max 7 þín að labba að strætó stoppi sem tók okkur til Genf :)!
Very beautiful historical buildings in the city centre. Felt comfortable all the time and easy to walk around in the city. Pleanty of restauants and cafes on the pedestrian streets.
Beautiful city with views. Easy to get around and a lot to experience and explore. I recommend the app “Citymapper” it helped me travelling around Paris throughout my entire trip. If you’re looking for having a couple drinks you should definitely find a bar instead of a restaurant. Probably pretty explanatory but we did make this mistake when going for lunch or dinner.
Of stutt dvöl til að geta sagt mikið frá. Hótelið var þó alveg stórkostlegt. Hefði gjarnan vilja dvelja lengur og skoða mig um en umhvefið var fallegt og snyrtilegt. Stutt í fjöllin og fegurð þeirra. Borðuðum mjög góðar pizzur skammt frá hótelinu.
Very nice and clean appartment. Train station around the corner and only 2min to Disney with a train.
Frabær staður, fallegur og allt i göngufæri. Hjólað i kring um vatnið i fallegu umhverfi. Auðvelt að ferðast.
This town feels a bit like you're in an old movie. Very lovely and charming
Skoðuðum Gamla bæinnn og kastalin. Snyrtilegur og fallegur bær hefðum gjarnan viljað vera þar lengur.
Skemmtilegur staður, nóg um að vera og mikið líf. Þægilegar og snyrtilegar strendur þar sem gott var að sleikja sólina og sulla í sjónum.
Wonderful city with many historycal places to visit. Lovely food and relaxed atmosphere.
Paris is the best. The cafes, the food, the culture, the atmosphere, the people, the museums, the city. All in all a great place to visit, every year for that matter.
Louvre er stórkostlegt, frábært útsýni í Montparnasse turninum, Pókemon í Luxenborgargarðinum fyrir 12 ára strákinn okkar, kaffihús mátulega nálægt H&M og Forever 21 á Rue Rivoli þar sem 17 ára dóttir okkar verslaði.
Eins og ganga inn í ævintýri að vera í þessum bæ. Gönguleiðir og endalaus afþreying fyrir alla aldurshópa.
Nice town, good for pedestrians to walk in the older part of town. Would like to see more in the surround of town and possibly museums etc. Everyone very friendly.
Nice er skemmtilegur staður til að heimsækja þó ströndin er ekki spennandi til að liggja á. Fullt af góðum veitingarstöðum og gott að vera með fjölskyldunni allri þarna. Auðvelt að ferðast þarna um með lest. Börnin okkar vildu helst vera í verslunum og þarna eru allar helstu merkjavörur.
Mjög áhugaverð borg og auðvelt að ferðast um með lestum. Stutt í marga skemmtilega bæi.
Our hotel was decent and very close to Metro on next corner. Paris is wonderful but you need a local to show you around.
Nice and relaxed city. Really liked the old town and surrounding area.
Frábær borg fyrir áhugasama um mat og drykk. Margt fallegt að sjá og skoða. Mæli hiklaust með borgini.
Efelturnin og veitingastaðurinn þar upp var frábær: Mulin Ruge meirihátta, nú og Sigurboginn, Notredam kirkjan,Lurve safnið.Mjög gott að ferðast um París auðvelt að fá leigubíla og allir mjög vinalegir og þjónustan góð.
Strasbourg er lífleg og falleg borg. Gamli hluti borgarinnar er mjög fallegur og áhugaverður. Einnig skemmtilegt að skoða Evrópuþingið, en ég var svo heppin að vera þátttakandi á ráðstefnu sem haldin var þar. Ekki viss um að ég hefði annars farið að skoða - en það er í boði :-)
Mikið að sjá og skemmtileg borg. Mæli með að lágmarki 4 nótta ferð.
Falleg borg, margt að skoða, góðar samgöngur, gott að borða.
Paris er unaðsleg, ótrúlega skemmtilegur og líflegur bær! Lestarkerfið er auðvelt að finna út úr og maður kemst hratt á milli staða... Algjört must að fara upp í Effelturninn. Og ekkert betra en að panta pizzu og setjast fyrir utan effelturnin og njóta menningarinnar og fegurðarinnar.
Falleg borg með endalaust af fallegum og sjarmerandi hverfum að skoða. Auðvelt að leigja hjól og hjóla um borgina. Mæli með að fara upp í Montmartre hæðina þar sem útsýnið er stórfenglegt.
Varð alveg ástfangin af borginni, á eftir að koma aftur fljótt..... Mæli ekki með að hafa ung börn ef þú ætlar labba mikið. Það kom mér einstaklega á óvart hvað kostar ekki mikið að fara að skoða eins og t,d Eiffiel turninn og alla merkis staðina. Fórum í nætur siglingu og það er eitthvað sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.
Staður sem er alveg tilvalin í að ferðast um. Fara á skíði, gönguferðir og fl. Rosalega rómantískur staður og get alveg séð fyrir mér að á veturnar er miklu meira líf og fleiri afþreyingar í boði. Vorum akkúrat á þeim tíma að allir voru að loka eða breyta fyrir veturinn en samt sem áður voru hópar í skíðaferðum og fleira.
Strasbourg is one of the Citys in Europe that I enjoy visiting over and over again. Friendly environment and people everywhere and beautiful places. Walking in and around the center is a treat and gets better with every visit. Love the "petit France" district and walking along the river and canals :) Everywhere you can find a good restaurant and excellent coffee shops. One of my favorites is METEOR, a restaurant run by a brewery. And a pit stop at Café Kleber is a must :)
Ville agréable , a découvrir dans de meilleures conditions a Noël ou en été.
Falleg borg, yndisleg strandlengjan. Róleg andrúmsloft, fínn staður til að slappa af. Auðvelt að taka lest á aðra staði, t.d. Monaco og Monte Carlo. Fyrir listunnendur er bæði Chagall og Matisse safn í borginni. Gamli bærinn sérlega aðlaðandi.
París er dásamleg borg sem við höfum heimsótt nokkrum sinnum. Gaman að ráfa um á milli hverfa. Auðvelt að ferðast um París. Gaman að sitja úti á kaffihúsum og veitingarhúsum.
´Vorum mörg saman í sumarhúsi. Gaman að keyra um eins og fara til Monakó og Nice.
Jólamarkaðurinn í Strasbourg er frábær og kemur þér svo sannarlega í jólaskapið.
Þarf eitthvað að segja, ég meina þetta er PARÍS!! :)