Fara í innihald

Epiktetos

Úr Wikivitnun, frjálsa tilvitnanasafninu

Epiktetos (55-135) var forngrískur heimspekingur.

Tilvitnanir

[breyta]
  • „Bið þess ekki, að allt gerist svo sem þú vilt, heldur skal það vera vilji þinn, að allir hlutir gerist svo sem þeir gerast, og þá munt þú verða hamingjusamur.“
Handbókin, VIII. (þýð. Dr. Brodda Jóhannessonar)
  • „Ef mótlæti hendir þig, þá mundu að snúa þér ætíð til sjálfs þín og spyrja, hverja mannkosti þú megir setja gegn því.“
Handbókin, X. (þýð. Dr. Brodda Jóhannessonar)
  • „Ef þú leitar vizkunnar, þá vertu við því búinn, að þú verðir að augabragði og margir muni hæða þig og segja: Þarna er hann þá kominn og er nú orðinn heimspekingur Hvaðan kemur honum þessi þóttarsvipur?“
Handbókin, XXII. (þýð. Dr. Brodda Jóhannessonar)
  • „Ekki eru það atburðirnir sjálfir, sem áhyggjum valda, heldur horf manna við þeim. Dauðinn er t.d. ekki skelfilegur, ella hefði hann einnig komið Sókratesi þannig fyrir sjónir. Skelfileg er einungis sú skoðun, að dauðinn sé skelfilegur.“
Handbókin, V.
  • „Svo sem markið er ekki reist til þess að skyttan missi þess, er ekkert í heimi hér illt í sjálfu sér.“
Handbókin, XXVII. (þýð. Dr. Brodda Jóhannessonar).

Tenglar

[breyta]
Wikipedia hefur grein um