Fara í innihald

Zhu Xi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Zhu Xi

Zhū​Xī eða Chu Hsi (朱熹, 18. október 1130–23. apríl 1200) var kínverskur skrautritari, sagnaritari, heimspekingur, skáld og stjórnmálamaður í Syðra Songveldinu. Hann hafði áhrif á mótun nýkonfúsíusisma. Hann lagði mikið til kínverskrar heimspeki og hafði áhrif á kínverska heimsmynd. Meðal verka hans eru ritskýringar við Bækurnar fjórar sem síðar urðu undirstaða námskrár fyrir keisaraleg próf í Kína frá 1313 til 1915. Auk þess skrifaði hann um „rannsóknir hlutanna“ (格物; géwù) og um hugleiðslu sem aðferð til sjálfsræktar.

Zhu var menntaður í ritum forvera sinna, eins og klassískum kínverskum bókmenntum og ritskýringum við þau. Hann var nokkrum sinnum skipaður embættismaður,[1] þótt hann forðaðist það mestan hluta ævinnar.[2] Hann skrifaði og ritstýrði næstum hundrað ritum og átti í reglulegum bréfaskiptum við aðra fræðimenn. Hann kenndi hópi námsmanna sem sumir fylgdu honum í mörg ár. Hann byggði á kenningum Cheng-bræðra og þróaði áfram frumspekikenningar um lögmál (li) og lífsorku (qi). Fylgjendur hans skrifuðu niður þúsundir af samræðum sem þeir eignuðu honum.[1]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 Ebrey, Patricia Buckley (1993). Chinese civilization: a sourcebook (2nd. útgáfa). New York: The Free Press. bls. 172. ISBN 0-029-08752-X. OCLC 27226697.
  2. Slingerland, Edward (2006). The Essential Analects: Selected Passages with Traditional Commentary. Hackett. bls. 148–149. ISBN 1-603-84346-9.
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.