What Happens in Vegas
What Happens in Vegas | |
---|---|
Leikstjóri | Tom Vaughan |
Handritshöfundur | Dana Fox |
Framleiðandi | Michael Aguilar Dean Georgaris Jimmy Miller |
Leikarar | Cameron Diaz Ashton Kutcher Rob Corddry Lake Bell Dennis Farina |
Dreifiaðili | 20th Century Fox |
Frumsýning | 9. maí 2008 |
Lengd | 99 mín. |
Tungumál | enska |
Aldurstakmark | Leyfð Öllum |
Ráðstöfunarfé | $35.000.000 |
What Happens in Vegas er bandarísk rómantísk-gamanmynd frá árinu 2008. Með aðalhlutverkin fara Cameron Diaz og Ashton Kutcher. Titillinn er byggður á fræga frasanum: „það sem gerist í Vegas, verður eftir í Vegas“ (e. „what happens in Vegas, stays in Vegas“)
Söguþráður
[breyta | breyta frumkóða]Í New York-borg er uppstífa verðbréfasalanum Joy Ellis McNally (Cameron Diaz) sagt upp af unnustanum í óvænta afmælispartýinu hans sem hún heldur fyrir hann, fyrir framan alla vini þeirra. Á meðan er hinn rólegi smiður Jack Fuller (Ashton Kutcher) rekinn úr vinnunni, þar sem faðir hans, Jack Sr. (Treat Williams), er yfirmaðurinn. Bæði verða mjög tilfinningalega rugluð og fara þau með bestum vinum sínum, barþjóninum Tipper (Lake Bell), og lögfræðingnum Hater (Rob Corddry) og fara í villta ferð til Las Vegas. Þau hittast af tilviljun þegar þau fá sama hótelherbergið vegna villu í tölvunni. Eftir að hafa leyst misskilninginn og fengið mun betri herbergi og afsláttarmiða á hina ýmsu klúbba, skemmta þau sér og drekka saman og enda Joy og Jack kvöldið á því að gifta sig. Daginn eftir átta þau sig á mistökunum og ákveða að skilja.
Áður en þau ger það, notar Jack smápening sem Joy gefur honum, í spilakassa. Hann fær þrjár milljónir dollara í vinning og Joy minnir Jack á að þau séu gift og þar með eigi hún rétt á helmingnum af peningunum. Parið snýr aftur til New York þar sem þau reyna að skilja. Dómarinn þeirra, (Dennis Miller) fyrirskipar að parið megi ekki skilja fyrr en þau reyni að láta hjónabandið ganga í hálft ár, á meðan þau fara reglulega tíma til hjónabandsráðgjafa (Queen Latifah). Ef þau rækta hjónabandið en munu enn vilja skilnað að sex mánuðum loknum, má hvort þeirra eiga helminginn. Ef annað hvort þeirra sýnir að það leggi ekki metnað í hjónabandið mun dómarinn gera féð upptækt.
Nýgiftu hjónin finna sífellt upp á meiri og betri brögðum til að klekkja á hinu. Til dæmis segir Jack Joy að tíminn hjá hjónabandsráðgjafanum hafi verið færður til að sýna að hún leggi ekki vinnu í hjónabandið og Joy býður fullt af stelpum í íbúðina þeirra til að reyna að fá Jack til að halda framhjá sér. Jack gefur fyrrum unnusta Joy, Mason (Json Sudeikis), trúlofunarhringinn til baka án þess að Joy viti nokkuð af því. Í helgarfríi með vinnunni hennar Joy, finna Jack og Joy sig loksins vera að vaxa og þroskast og þróa með sér samband og átta sig á því að hjónaband þeirra hefur dregið það besta fram í þeim báðum.
Eftir að þau koma heim úr fríinu, er kominn tími til að dómarinn ákveði hvað verði um peningana. Á leiðinni í dómshúsið hittir Joy fyrrverandi unnustann, Mason, og hann segir henni að hann vilji hana aftur. Hann gefur henni trúlofunarhringinn til baka og segir henni að hún sé nógu góð fyrir hann. Joy áttar sig á að Jack hefur planað þetta svo að hún byrji aftur með Mason og haldi þar af leiðandi framhjá honum svo að Jack fengi alla peningana. Joy gengur frá Mason og fer í dómshúsið. Þar segir hjónabandsráðgjafinn að þau hafi virkilega lagt sig fram við að rækta hjónabandið. Dómarinn ákveður að þau fái hvort um sig 1,5 milljónir, fyrir utan skatta, skuldir Joy og þá peninga sem Jack notaði til að stofna sitt eigið smíðaverkstæði. Joy segir dómaranum að hún vilji enga peninga og gefur Jack trúlofunarhringinn aftur og segir að hún vilji ekkert frá honum. Jack áttar sig þá á að hún hefur talað við Mason.
Joy fær stöðuhækkun, en segir yfirmanninum að hún vilji frekar vera hamingjusöm við að gera ekki neitt heldur en að gera eitthvað sem hún hatar og líða illa. Í næsta atriði er Jakc að tala við foreldra sína og segja þau honum að það hafi í rauninni litið þannig út að Jack og Joy væru raunverulega ástfangin. Þá áttar hann sig á mistökunum, fer til vinkonu Joy, Tipper, til að komast að því hvar hún er. Hann hefur grun um að hún hafi farið á strönd (Fire-eyjuna, New York) sem hún sagði honum frá, eini staðurinn þar sem hún er hamingjusöm. Jack biður hana að giftast sér (aftur) og hún játar. Þegar þau tvö sameinast segir Joy að hún hafi hætt í vinnunni sinni og viti ekkert hvað hún ætli að gera næst. Jack minnir hana þá á að þau eiga fullt af peningum. Joy segir að þau hafi unnið stóra vinninginn og Jack getur ekki neitað því (þá á hann bæði við peningana og Joy).
Á meðan kreditlistinn rúllar sést hvað gerðist á milli Tipper og Hater þegar Jack og Joy giftust. Þar sjást Tipper og Hater einnig skipuleggja plan til að hefna sín á Mason, byggt á ráði frá Tipper fyrr í myndinni.
Leikarar
[breyta | breyta frumkóða]- Ashton Kutcher sem Jack Fuller, yngri
- Cameron Diaz sem Joy McNally Fuller
- Rob Corddry sem Jeffrey "Hater" Lewis
- Lake Bell sem Toni "Tipper" Saxson
- Dennis Farina sem Richard "Dick" Banger
- Dennis Miller sem Whopper dómari
- Jason Sudeikis sem Mason
- Michelle Krusiec sem Chong
- Queen Latifah sem Dr. Twitchell
- Treat Williams sem Jack Fuller, eldri
- Deirdre O'Connell sem Frú Fuller
- Zach Galifianakis sem Björninn Dave
- Nicole Michele Sobchack sem "Kyssta" brúðarmærin"
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „What Happens in Vegas“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt júní 2010.