Vilji (norræn goðafræði)
Útlit
(Endurbeint frá Vili)
Vilji (fornnorræna: Vili) er sonur Bors, sonar Búra, sonar Auðhumlu í norrænni goðafræði. Bræður hans heita Óðinn og Vé. Hann tekur þátt í sköpun heims, ásamt bræðrum sínum en virðist síðan hverfa, ásamt bróður sínum Vé, að sköpun lokinni. Hann er sagður hafa gefið mönnunum gáfur og tilfinningar.
Vera má að Vilji sé annað nafn á goðinu Hæni þar sem þeir birtast í sama hlutverki í mismunandi frásögnum af sköpun mannanna.