Vera (sjónvarpsþættir)
Útlit
Vera eru breskir sakamálaþættir byggðir á bókaröð Ann Cleeves um rannsóknarlögreglumanninn Veru Stanhope. Sögusvið þáttanna er Norðaustur-England, einkum borgin Newcastle upon Tyne og nágrenni hennar. Hver þáttur er sjálfstæð sakamálasaga. Brenda Blethyn fer með aðalhlutverkið í þáttunum sem eru framleiddir af ITV Studios og frumsýndir á sjónvarpsstöðinni ITV. Framleiðsla þáttanna hófst árið 2011. Árið 2024 voru þættirnir 54 í 13 þáttaröðum. Sama ár var tilkynnt að 14. þáttaröðin yrði sú síðasta.[1]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Vera final series plot details 'leaked' by ITV as show set for dramatic climax“. Chronicle Live (bresk enska). Sótt 19. október 2024.