Uppskurður
Uppskurður eða skurðaðgerð er aðgerð sem framkvæmd er á sjúklingi í lækningarskyni eða, í einstaka tilvikum, til athugunar á sjúkdómsástandi hans. Einnig geta uppskurðir verið framkvæmdir til að lækna áverka eða fjarlægja lýti. Sérhæfð tól, á borð við skurðlæknishnífa og -tangir eru notuð við uppskurðinn. Sjúklingurinn getur verið maður eða dýr. Skurðlæknir er maður sem framkvæmir uppskurði á fólki. Uppskurðir fara að jafnaði fram á skurðstofum. Uppskurður getur stoðið yfir í nokkrar mínútur eða nokkrar klukkustundir.
Aðgerð
[breyta | breyta frumkóða]Á sjúkrahúsum er uppskurður framkvæmdur á skurðstofu með skurðarverkfærum og öðrum útbúnöðum. Sjúklingurinn liggur á skurðarborði. Umhverfið á skurðstofunni er smitsæft og á að dauðhreinsa öll verkfæri sem notuð verða svo að sýklar geti ekki komið inn í líkamann. Nauðsynlegt er að skipta um verkfærin ef þau verða óhrein. Þeir sem vinna á skurðstofu verða að vera í sérstökum fötum (e. scrubs) og verða að skrúbba hendurnar áður en að framkvæma uppskurðinn.
Áður en sjúklingurinn er skorinn er læknisrannsókn framkvæmd. Ef læknisrannsóknin er í lagi þá þarf sjúklingurinn að skrifa undir samþykkiseyðublað. Yfirleitt er sjúklingnum boðið að borða ekki fyrir uppskurðinn.
Þegar sjúklingurinn er kominn á skurðstofuna er húðin dauðhreinsuð með joði til að minnka smitunarhættu. Ef til er hár á staðinum þar sem skorinn verður, þá þarf að fjarlægja það áður en að skera. Dula er sett á líkamann nema á höfuðið og staðinn þar sem skorinn verður.
Sjúklingnum er gefið deyfingarlyf svo að sé enginn sársauki vegna skurðsins. Tegund deyfingarlyfsins sem er gefin ræðst af framkvæmdinni, má gefa annaðhvort svæfingarlyf eða staðdeyfingarlyf. Stundum er mænudeyfingarlyf gefið þegar aðgerðin verður framkvæmd á stóru, djúpu eða staðbundnu svæði en er ekki viðeigandi að nota svæfingarlyf. Sjúklingurinn er barkaþræddur og notað er öndunartæki. Öndunartækið má vera notað til að gefa sjúklingnum meira deyfingarlyf.
Þá er skorið á skurðarstaðnum. Æðar geta verið þvingaðar saman til að hindra blæðingu og sárahakar getur verið notaðir til að halda skurðarstaðnum opnum. Stundum er nauðsynlegt að skera nokkur lög af vef áður en að komast í skurðarstaðinn. Stundum þarf að saga bein til að komast í skurðarstaðinn, til dæmis þegar skorið er á heilanum þarf að saga hauskúpuna. Einnig til að framkvæma uppskurð í bringunni þarf að saga bringubeinið til þess að opna brjóstakassann.
Þá er gert það sem þarf til að eyða vandamáli. Dæmi um það gætu verið eftirfarandi:
- brottskurður – það að taka líffæri úr líkamanum
- brottnám – það að taka hluta af líffæri úr líkamanum
- fyrirbinding – það að binda æðar
- ágræðsla – þegar settur er vefur frá öðrum líkamshluta á annan
- ígræðsla – þegar sett er líffæri úr öðrum líkama í annan
- staurliðsgerð – það að tengja margföld liðamót eða bein svo að þau vaxi saman
Á eftir uppskurðinn er sjúklingurinn vakinn og vaktaður. Þegar sjúklingurinn er búinn að batna þá er hann útskráður og má fara heim.