Fara í innihald

Uncharted: The Lost Legacy

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Uncharted: The Lost Legacy er hasarleikur fyrir PlayStation 4 og er hannaður af Naughty Dog. Leikurinn átti upphaflega að vera niðurhalanleg viðaukasaga fyrir Uncharted 4 en metnaður Naughty Dog jókst í framleiðslunni þannig að þeir gáfu söguna út sem sérleik á hálfverði. [1] Ólíkt öðrum Uncharted-leikjum þá spilar maður sem þjófurinn Chloe Frazer sem var í öðrum og þriðja leiknum. Leikurinn kom út 23. ágúst 2017.

Söguþráður

[breyta | breyta frumkóða]

Söguþráðurinn fylgir þjófinum og fjársjóðsleitandanum Chloe Frazer sem hefur ferðast til Indlands í leit að skögultönn Ganesar. Hún hefur ráðið Nadine Ross, fyrrverandi yfirkonu Shoreline, til þess að hjálpa sér að glíma við hrottafulla byltingarleiðtogann Asav sem er líka á eftir skögultönninni. Chloe og Nadine ferðast um frumskóga Indlands í fjársjóðsleitinni en þurfa að læra að treysta hvor annarri ef þeir ætla sér að sigra Asav.

Leikarar og hlutverk

[breyta | breyta frumkóða]
  • Claudia Black sem Chloe Frazer
  • Laura Bailey sem Nadine Ross
  • Usman Ally sem Asav
  • Gideon Emery sem Orca
  • Troy Baker sem Sam Drake
  1. https://en.wikipedia.org/wiki/Uncharted:_The_Lost_Legacy