Trois-Rivières
Útlit
Trois-Rivières (franska fyrir Þrjú fljót) er borg í Quebec, Kanada. Hún liggur á mótum Saint Lawrence-fljóts og Saint-Maurice fljóts en nafn borginnar vísar þó í þrjár kvíslar Saint Maurice fljóts. Íbúar eru um 135.000 (2016).
Frakkar numu þar land árið 1634 og var staðurinn annar landnemastaður Nýja-Frakklands á eftir Quebec-borg. Íbúar borgarinnar eru kallaðir Trifluviens.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Trois-Rivières.
Fyrirmynd greinarinnar var „Trois-Rivières“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 17. sept. 2019.