Top Gear
Top Gear | |
---|---|
Tegund | Bílaþáttur |
Þróun | Jeremy Clarksson Andy Wilman |
Kynnir | Jeremy Clarksson Richard Hammond James May The Stig |
Höfundur stefs | Dickey Betts |
Upphafsstef | Jessica |
Upprunaland | Bretland |
Frummál | Enska |
Fjöldi þáttaraða | 29 |
Fjöldi þátta | 219 (þar á meðal 11 sérstakir) |
Framleiðsla | |
Framleiðandi | Andy Wilman |
Staðsetning | Dunsfold park |
Lengd þáttar | 60 mínútur |
Útsending | |
Upprunaleg sjónvarpsstöð | BBC Two, Skjár Einn |
Sýnt | 20. október 2002 – núverandi |
Tímatal | |
Undanfari | Top Gear (1978-2001) |
Tenglar | |
[www.topgear.com Vefsíða] | |
IMDb tengill |
Top Gear er enskur BBC sjónvarpsþáttur um vélknúin ökutæki og alveg sérstaklega fólksbíla. Þátturinn hóf göngu sína árið 1977 sem „tímaritssjónvarpsþáttur“ um bíla. Í upphafi var hann öllu fræðilegri en hefur með tímanum orðið gamansamari. Top Gear hætti í sinni upprunalegu mynd árið 2001, en var hrundið af stað á ný árið 2002 með þáttastjórnendunum Jeremy Clarkson, Richard Hammond, James May og The Stig. Top Gear hefur unnið til Emmy verðlauna og um 350 milljón áhorfendur horfa á hann um allan heim. Á Íslandi er Top Gear sýndur á Skjá einum.
Saga
[breyta | breyta frumkóða]Jeremy Clarkson, sem er þekktastur þeirra kynna sem voru með Top Gear fyrir árið 2002, bjó til nýtt form fyrir Top Gear ásamt framleiðandanum Andy Wilman. Þátturinn er með sína eigin braut í Dunsfold. Á brautinni prófar einkaökumaðurinn "Stig" sem þekkist ekki með öðru nafni, og stjörnur keppast við að ná sem bestum tíma á miðlungs bíl. Top Gear inniheldur "svala vegginn", þar sem bíladómar birtast á risastóru veggspjaldi og Top Gear flytur jafnframt bílafréttir.
Sérstakur þáttur var um pólferð Top Gear. Í pólferðinni fóru Top Gear á segulnorðurpólinn. Landfræðilegi norðurpóllinn, er 1.300 kílómetrum norðar. Top Gear notaði bæði breyttan Toyota Hilux í ferðina, og hundasleða, til að athuga hvor væri fljótari. Íslenska fyrirtækið Arctic Trucks breytti bílnum og veitti jafnframt aðstoð á leiðinni.
Top Gear og Ísland
[breyta | breyta frumkóða]Top Gear hefur nokkrum sinnum komið við sögu á Íslandi. Einn af þáttagerðarmönnum Top Gear hafði þegar gert sérstakan þátt um Ísland árið 1995 sem heitir Jeremy Clarkson's Motorworld. Eins og nafnið gefur til kynna, voru þættirnir komnir frá Top Gear kynninum Jeremy Clarkson.
Richard Hammond endurtók þetta ævintýri Jeremy Clarksons, í Top Gear þegar hann fór á torfærubíl, sem knúinn var áfram á nítrusoxíði yfir vatn, í keppni við snjóvélsleða. Snjósleðinn vann þá keppni.
Í þáttaröð átta, voru Top Gear á Íslandi við Jökulsárlón. Á lóninu kepptu þeir við frægan kajak ræðara, Shawn Baker, á móti fjórhjóladrifnum bíl. Kajakinn er með mótor, og bíllinn er Tomcat, en Tomcat er íslenskt fyrirtæki.
Umdeilanlegast var þó þegar Top Gear þáttastjórnandinn James May fór upp að Fimmvörðuhálsi á meðan gosið þar stóð yfir í mars/apríl 2010. Hann fór á sama Toyota Hilux bílnum og notaður var í ferðinni á segulnorðurpólinn. Bílnum, Toyota Hilux, var breytt til að aka í kringum heitt hraun, bæði með stálþaki, og alkóhól kælibúnaði.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Top Gear (2002 TV series)“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 27. ágúst 2010.