Fara í innihald

Tesco

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tesco plc
Rekstrarform Hlutafélag
Staðsetning Cheshunt, Hertfordshire, Englandi
Lykilpersónur David Reid (formaður)
Philip Clarke (framkvæmdastjóri)
Starfsemi Mat- og heimilisvörur
Tekjur £60,93 milljarðar (2010/11)
Dótturfyrirtæki Tesco Stores Ltd.
Starfsfólk 472.000
Vefsíða www.tesco.com
Tesco

Tesco plc (LSETSCO) er bresk mat- og heimilisvöruverslun sem rekur starfsemi um heim allan. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Cheshunt í Englandi. Tesco er þriðji stærsti smásalinn í heiminum eftir tekjum (eftir Wal-Mart og Carrefour) og annar stærsti eftir ágóða (eftir Wal-Mart). Tesco rekur verslanir í 14 löndum í Asíu, Evrópu og Norður-Ameríku og er stærsta matvöruverslun í Bretlandi (þar hefur fyrirtækið 30% markaðshlutdeild), Malasíu, Írlandi og Tælandi.

Tesco var stofnað árið 1919 af Sir Jack Cohen og var í upphafi hópur sex sölubása. Nafnið Tesco var fyrst notað árið 1924 eftir að Cohen keypti kassa af tei frá T. E. Stockwell og sett upphafsstafi þessa nafns saman með fyrsta tvo stafi nafns síns og fékk Tesco. Fyrsta verslun undir þessu nafni var opnuð árið 1929 í Burnt Oak, Edgware í sýslunni Middlesex. Fyrirtækið stækkaði talsvert eftir það og frá og með árinu 1939 voru yfir 100 Tesco-verslanir í rekstri um landið allt. Tesco var upprunalega matvöruverslun en í dag selja þeir bækur, föt, heimilistæki, húsgögn, bensín, hugbúnað, fjármálaþjónustu, fjarskiptaþjónustu, DVD-leigu og tónlistarniðurhöl.

Verslað er með hluta í Tesco í kauphöllini í London og fyrirtækið er ásamt þeim á hlutabréfavísitölunni FTSE 100.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.