Nirmala Joshi
Útlit
(Endurbeint frá Systir Nirmala)
Nirmala Joshi (23. júlí 1934 – 23. júní 2015) var leiðtogi Kærleiksboðberanna eftir lát móður Teresu 1997. Hún fæddist í Nepal þar sem faðir hennar var foringi í Breska Indlandshernum en þau fluttu til Indlands þegar hún var eins árs. Hún var alin upp sem hindúi en hlaut menntun hjá kristnum trúboðum í Hazaribag. Hún snerist til kaþólskrar trúar og gekk í reglu móður Teresu. Hún lauk M.A.-prófi í stjórnmálafræði og doktorsgráðu í lögfræði við Kalkúttaháskóla. Hún var kjörin eftirmaður móður Teresu nokkrum mánuðum fyrir lát hennar. Eftir lát Nirmala tók Mary Prema Pierick við sem leiðtogi reglunnar.