Fara í innihald

Sveppaldin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skýringarmynd sem sýnir æxlihnúð (kólf) hattsvepps með staf, hatt og fanir; gróbeð og grókylfur.

Sveppaldin er æxlihnúður kólfsveppa. Sveppaldinið er fjölfruma líffæri sem inniheldur gróbeðinn þar sem gróin myndast í sérstökum æxlunarlíffærum sem eru mismunandi eftir tegundum. Sveppaldin eru dæmigerð fyrir beðsveppi; ryðsveppir og brandsveppir mynda ekki sveppaldin. Hjá sumum sveppum eru þessi æxlunarlíffæri einfaldur stafur og á toppi hans er klasi af gróum. Aðrir sveppir, til dæmis hattsveppir, eru með fyrirferðarmikil æxlunarfæri sem gerð eru úr mörgum afar þéttum sveppþráðum. Þetta æxlunarfæri er nefnt kólfur þar sem sveppahatturinn er skýrt aðgreindur frá stafnum. Sveppaldinið er oft eini sýnilegi hluti sveppsins. Neðan á hattinum myndast gróin í sérstökum gróhirslum sem komið er fyrir á fönum eða í pípum. Í gróhirslum sumra sveppa má finna milljónir gróa. Gróin verða þó að fá réttan hita, raka og næringu við hæfi og þess vegna nær aðeins lítill hluti þeirra að spíra.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.