Sun Tzu
- Sun Tzu er einnig nafn á stærðfræðingi.
Sun Tzu (f. 544 f.Kr. – d. 496 f.Kr.) var höfundur bókarinnar Stríðslistin. Mikil duld er uppruna þessa mans og eina heimildin um hann er ævisaga skrifuð af Sima Qian sem lýsir honum sem kínverskum hershöfðingja sem lifði á 6. öld f.Kr. og var því samtímamaður Konfúsíusar. Ekki er um samtímaheimild að ræða og Sun Tzu gæti vel verið tilbúin persóna eða einhver sem útfærði gamla texta. Þá er Stríðslistin hugsanlega samantekt annarra texta eða munnmæla líkt og Bókin um veginn, en Stríðslistin er undir áhrifum hennar og taóisma.[1]
Sun Tzu var svokallaður shi sem var meðlimur af landlausum aðli og ferðaðist um og bauð þjónustu sína í hernaði (einskonar hernaðar ráðgjafi). Helü konungur af Wu á að hafa notið þjónustu hans og breytt konungsveldi sínu úr frekar frumstæðu konungsveldi yfir í ráðandi konungsveldi í Kína með aðstoð Tzu. Eftir þetta þá hverfur Sun Tzu af sögusviðinu og því er dánardagur hans ókunnur.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Sun Tzu. The Art of War: Complete text and commentaries. Blaðsíður 5-32. Þýðing og inngangur eftir Thomas Cleary. Útgefandi: Shambhala. Útgáfuár: 2003.