Stökkbreyting er hvers kyns arfgeng breyting á röð kirna í erfðaefni lífveru, hvort sem hún er komin til vegna geislunar, efnabreytingar, veira, stökkla eða vegna villna við afritun þess. Lífvera sem tekið hefur stökkbreytingu kallast stökkbrigði.