Fara í innihald

Magna Graecia

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Stór-Grikkland)
Dórískar súlur í Tarantó í Apúlíu.

Magna Graecia (latína); Stór-Grikkland var heiti á byggðum Grikkja á Suður-Ítalíu sem hófu að byggjast á 8. öld f.Kr. Sagnariturum ber ekki saman um hvort hugtakið nái líka yfir Sikiley eða aðeins Kalabríu og Apúlíu. Á þessum stöðum reistu Grikkir borgir eins og Neapolis (Napólí), Sýrakúsu, Akragas og Sybaris sem urðu miðstöðvar grískra borgríkja.

Grísku nýlendurnar á Ítalíu áttu erfitt með að halda sjálfstæði sínu gagnvart útþenslu Karþagómanna og síðan Rómverja. Að síðustu var Magna Graecia lögð undir þá síðarnefndu eftir orrustuna við Beneventum í Pyrrosarstríðinu árið 275 f.Kr. Tarentum og aðrar grískar borgir viðurkenndu rómversk yfirráð árið 272 f.Kr.

Töluverðar menjar um gríska menningu er að finna á Sikiley, Kalabríu og Apúlíu. Í tveimur síðarnefndu héruðunum er að auki hægt að finna talaðar mállýskur sem eru beinir afkomendur þeirrar grísku sem töluð var í fornöld.

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.