Spjall:New York-fylki
Útlit
Ég breytti flokkunum aftur í „-fylki“ þótt ég láti breytinguna fylki > ríki eiga sig í meginmálinu. Já, í Bandaríkjunum eru svokölluð ríki; en þau eru samt ekki sjálfstæð ríki, heldur sambandsríki (sem eiga t.d. engan raunhæfan möguleika á að lýsa yfir sjálfstæði, Bandaríkjamenn hafa háð stríð um það (sitt mannskæðasta til þessa)) og þessi sambandsríki má alveg kalla fylki enda samræmist það útbreiddri málvenju. En hvernig sem það nú er þá þurfa flokkarnir samt að virka. --Cessator 20. ágúst 2008 kl. 12:41 (UTC)
- Það er villandi að tala um fylki í BandaRÍKJUNUM. Þetta eru ríki eða sambandsríki hvort sem þau hafi möguleika á því að lýsa yfir sjálfstæði eða ekki. Ríkin hafa eigið þing og stjórnarskrá og geta slitið sig frá alríkinu ef þau kjósa svo. 157.157.113.44 17. apríl 2024 kl. 12:22 (UTC)
- Það er rangt að fylki sambandsríkisins geti sagt sig frá alríkinu. Það hefur einmitt verið reynt (eins og kemur fram að ofan), og "fylki" er einfaldlega hefðbundið íslenskt orð yfir aðildarríki sambandsríkja. Akigka (spjall) 17. apríl 2024 kl. 12:50 (UTC)