Fara í innihald

Spjall:Nasismi

Innihald síðu er ekki stutt á öðrum tungumálum.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Varist að rugla saman hugtökum og að fylla greinina af gildishlöðum klisjum og jafn vel órökstuddum staðhæfingum - Höldum okkur við staðreyndir og eingönug staðreyndir!

Dæmi: „...heldur trúðu þeir einnig á yfirburði hvíta kynstofnsins, aría, sem þeir töldu rétthærri öðrum þjóðum.“ Athugið að kynstofn og þjóð eru ekki sama hugtak.

„Stefna flokksins var að tryggja hvíta kynstofninum, einkum þýsku þjóðinni, heimsyfirráð og aukið landrými með því að ryðja burt þjóðunum austan Þýskalands.“ Hér er greinilega einhver ruglingum um Þjóðvera og s.k. hvíta kynstofninn.

„Gyðingar voru að mati nasista stærsta ógnin við aríska kynstofninn.“ Hver er munur á aríska og hvíta kynstofninum eða kallast sá kynstofn „aríi“? Voru Gyðingar virkilega „stærsta ógnin“, en hvað með t.d. kommúnista, kynhverfa, geðsjúka, Sígauna og Slava eða hin miklu Sovétríki í austri?

Thvj 3. september 2011 kl. 09:38 (UTC)[svara]

Um þetta síðastnefnda: Aríar merkir kynstofn í þessu samhengi, aríakynstofn. Á það hefur verið deilt að aðrir hópar en Gyðingar gleymist þegar rætt er um helförina. En óumdeilt er að Gyðingar voru stærsta samfélagslega ógnin í augum nasista, meðan til að mynda kynhverfir og geðsjúkir voru hindranir í vegi kynbótastefnunnar. Um önnur atriði er ég sammála þér.Snæfarinn 3. september 2011 kl. 12:14 (UTC)[svara]

Samfylkingarpedia

[breyta frumkóða]

Nasistaflokkurinn í Þýskalandi var semsagt ekki þjóðernis-jafnaðarmanna verkamannaflokkur heldur eitthvað allt annað. Þetta óundirritaða innlegg var skrifað af AdalDrottinn (spjall | framlög)

Ekki ef þú átt við með orðinu „jafnaðarmaður“ eitthvað eins og „sósíaldemókrati“ sem á íslensku kallast alla jafnan jafnaðarmaður eða krati. Þú verður að átta þig á að orðstofnar samsettra orða ráða ekki merkingu þeirra, þótt þeir gefi oft vísbendingu um hana, heldur ræður fyrst og fremst notkun orða merkingu þeirra. Nasismi, óháð orðstofnunum sem mynduðu nafn flokksins, var enginn jafnaðarmannaflokkur (sósíaldemókratar voru reyndar andstæðingar þeirra nr. 2 á eftir sósíalistum/kommúnistum) heldur tegund af fasistaflokki sem hrinti í framkvæmd öfgahægristefnu. --Cessator (spjall) 23. apríl 2013 kl. 03:21 (UTC)[svara]

„Þjóðernisjafnaðarstefna“ eða „þjóðernissósíalismi“?

[breyta frumkóða]

Nú eru bæði íslensku hugtökin „þjóðernisjafnaðarstefna“ og „þjóðernissósíalismi“ beinþýðingar á Nationalsozialismus (þýska) og National Socialism (enska). Bæði orðin eru til í íslenskri orðabók.

Ég er hins vegar á móti því að „þjóðernisjafnaðarstefna“ sé notað í grein sem þessari, einfaldlega vegna þess að orðið „jafnaðarstefna“ er villandi í tengslum við nasisma. Í fyrsta lagi vegna þess að nasismi hefur ekkert að gera með jafnaðarstefnu. Í öðru lagi vegna þess að íslenska orðið „jafnaðarstefna“ hefur ekki sömu merkingu og enska orðið socialism (eða þ. sozialismus, sem er nokkurn veginn sama orðið og það í enskunni). Á íslensku hefur socialism bæði verið þýtt sem „félagshyggja“ og „jafnaðarstefna,“ en þetta eru tvö ólík hugtök (Wikipedia-síðan „Jafnaðarstefna,“ sem „Félagshyggja“ vísar einnig á, er vitnisburður um þennan rugling, enda var þessi færsla skrifuð af Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni, og „deilt er um hlutleysi“ hennar).

Á meðan það má klárlega flokka nasisma undir félagshyggju (í einföldustu merkingu þess orðs, þar sem nasismi er varla einstaklingshyggja, heldur form af fasisma sem er einhverskonar öfgahægri þjóðernisleg félagshyggja), þá er ekki hægt að flokka nasisma undir jafnaðarstefnu. Eins og Cessator bendir á hérna í spjallinu, þá er nasismi eiginlegt andlag við jafnaðarstefnu; kommúnísma, sósíal-demókratisma og demókratískan sósíalisma. Nasismi er andsnúinn jöfnuði og lýðræði, enda ganga grunnforsendur hans út á það að einn kynstofn og ein þjóð sé æðri öðrum (í sósíal-Darwinískum skilningi), og að harðskeytt hernaðarstefna, heimsvaldastefna, útþenslustefna og nýlendustefna, sé réttlætt á þeim forsendum. Þá er nasismi and-kommúnískur og and-lýðræðislegur, enda spratt hann upp úr rauðu hysteríunni sem ríkti í Þýskalandi í kjölfar ósigursins í fyrri heimsstyrjöldinni, fall keisarastjórnarinnar og nóvemberbyltingarinnar 1918-1919, þegar það virtist sem kommúnistar væru að ná völdum í Þýskalandi (en þeir náðu völdum í stuttan tíma í Bæjaralandi - sjá Räterepublic - og München, höfuðborg Bæjaralands, er fæðingarstaður þýska Nasistaflokksins þar sem Hitler bjó lengi eftir fyrra stríð). Þá var rússneska byltingin (1917-) einnig nýbúin að eiga sér stað, sem magnaði hræðsluna við kommúnismann enn frekar.

Andstaða nasismans við lýðræði, er falin í andstöðunni við sósíal-demókratisma og jafnaðarstefnu almennt, þar sem nasistar litu á Weimar-lýðveldi Þýskalands sem einhverskonar gyðingalegt og kommunískt afskræmi (en þeir aðhylltust fráleidda samsæriskenningu sem setti samasem merki á milli kommúnisma og gyðinga, þ.e.a.s. að kommúnisminn væri einhverskonar „Elders of Zion“ samsæri, sjá Jewish Bolshevism eða Jüdischer Bolschewismus), og þeir börðust til að steypa sósíal-demókratísku lýðræðistjórninni af stóli, og stofna valdboðssinnað og þjóðernislegt alræðisríki, undir einveldi foringjans. Þetta tengist einnig „rýtingsstungi-kenningunni“ svokölluðu sem nasistar aðhylltust, en hún er birtingarmynd and-semitískrar og and-kommunískrar andstöðu við lýðræði almennt (og þá sérstaklega við þýska Weimar-lýðveldið og stjórn sósíal-demókrata). Hitler, og flestir forsprakkar Nasistaflokksins, voru einnig fyrrverandi hermenn sem höfðu barist í fyrri heimsstyrjöldinni, og eftir uppgjöf Þýskalands og fall keisarastjórnarinnar, barist með Freikorps á götum úti á tímum nóvemberbyltingarinnar 1918-1919, og á tímum óðaverðbólgunnar í Weimar-lýðveldinu og hernám Ruhrhéraðs, þegar Kapp-uppreisnin 1921 og Bjórkjallarauppreisnin 1923 áttu sér stað.

Með hliðsjón af þessu, mæli ég eindregið með því að nota einfaldlega orðið „þjóðernissósíalismi,“ vegna þess að ótvíræðara og nákvæmara. Þá væri e.t.v. hægt að hafa sér setningu, eða stutta efnisgrein, sem útskýrir það að orðið „þjóðernisjafnaðarstefna“ sé gjarnan notað í íslensku, en það orð sé aftur á móti ruglingslegt og þurfi að teljast sem ónákvæm þýðing á ensku og þýsku hugtökunum Nationalsozialismus og National Socialism.

Því miður veit ég ekki til þess að þessar þýðingar hafi verið eitthvað rannsakaðar til hlítar í íslenskum bókmenntum, enda hefur lítið verið skrifað stjórnmálafræðilega um nasisma á íslensku. Þorsteinn Vilhjálmsson notar allavega orðið „þjóðernissósíalismi“ í grein sinni á Vísindavefnum, og ég veit ekki til þess að „þjóðernisjafnaðarstefna“ sé neinstaðar notað á þeirri vefsíðu. Maður sér „þjóðernisjafnaðarstefna“ oft notað í daglegu tali, en notkun þess er takmörkuð í íslenskum bókmenntum og fræðilegum netfærslum, þar sem „þjóðernissósíalismi,“ er oftar notað. Google gefur einnig upp fleiri leitarniðurstöður fyrir „þjóðernissósíalismi“ (491) heldur en „þjóðernisjafnaðarstefna“ (243).

-Tjörvi Schiöth, 10. maí 2015, kl. 17:01 (UTC)