Fara í innihald

Spjall:Auður djúpúðga Ívarsdóttir

Innihald síðu er ekki stutt á öðrum tungumálum.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Auður var langamma Ragnars loðbrókar, þannig: Auður; Randver Ráðbarðsson; Sigurður hringur Randversson; Ragnar loðbrók Sigurðarson. Hún hefur því verið fædd 75 til 100 árum á undan Ragnari.

Mjög er umdeilt hvenær Ragnar loðbrók fæddist, en samkvæmt ættrakningum konungaætta Evrópu var Haraldur hárfagri afkomandi Ragnars þannig: Haraldur; Ragnhildur Sigurðardóttir; Sigurður hjörtur Helgason; Áslaug Sigurðardóttir; Sigurður ormur í auga Ragnarsson; Ragnar loðbrók. Ragnar hefur því að líkindum verið fæddur 120 - 175 árum á undan Haraldi hárfagra.

Nú er það vitað að Haraldur var fæddur um 858 (með einhverri lítilli óvissu). Þá hefur Ragnar verið fæddur á árabilinu 685 til 740 og fæðing Auðar djúpúðgu lendir því á árabilinu 585 til 665 eða svo.

Önnur ættrakning sem hægt er að tímasetja Ragnar lauslega út frá er þessi: Ásgeir Auðunsson bóndi á Ásgeirsá í Víðdal; Auðunn skökull Bjarnarson; Björn Hunda-Steinarsson; Ólöf Ragnarsdóttir; Ragnar loðbrók. Vitað er að Ásgeir var fæddur nálægt 890 og að Auðunn skökull var landnámsmaður í Víðidal í Húnavatnssýslu. Þar sem þetta eru 4 ættliðir frá Ragnari koma 100 - 140 ár á milli Ragnars og Ásgeirs. Það tímasetur Ragnar fæddan á árabilinu 750 til 790, sem er áberandi síðar en fyrri áætlunin.

Sé mið tekið af báðum þessum ættleggjum getum við áætlað að Ragnar loðbrók hafi fæðst um 745. Þá væri Auður djúpúðga fædd á árabilinu 645 til 670, sem fellur að mestu innan fyrri áætlunarinnar. Trúlegt verður því að telja að Auður hafi fæðst nálægt 650. Óvissan í þessu mati er þó talsverð. --Mói 5. júlí 2009 kl. 21:13 (UTC)[svara]

Af hverju eru heimildir fyrir ofan tengt efni? Þetta lítur fáranlega út. Á ensku wikipediu er heimildir fyrir neðan tengt efni, sbr. t.d. [1]. Þetta brýtur upp flæði textans að hafa heimildir þarna og svo tengt efni fyrir neðan... --85.197.210.44 15. febrúar 2010 kl. 16:06 (UTC)[svara]
Heimildirnar eru heimildir fyrir meginmálinu en tengt efni og tenglar eru aukaefni. Lítur fáránlega út segirðu; kannski bara spurning um hverju maður er vanur? Mér þætti persónulega svolítið undarlegt að hafa t.d. ytri tengla fyrir ofan heimildirnar og líka að hafa heimildir á milli tengds efnis og ytri tengla, því það eru jú allt tenglar í ítarefni, bara skipt upp í innri tengla (þ.e. tengt efni) og (ytri) tengla. --Cessator 15. febrúar 2010 kl. 16:22 (UTC)[svara]
Hvað segja aðrir? Mér líður illa að sjá heimildir þvælast fyrir manni þegar maður er að leita að tengdu efni eftir að hafa lesið textann. Ytri tenglar eru neðstir, svo mikið veit ég, en mér finst óþægilegt að sjá myndast gap milli texta og því sem tengist honum innan wikipidiu. Er ég einn um þessa skoðun?--85.197.210.44 15. febrúar 2010 kl. 17:01 (UTC)[svara]
Sennilega allur gangur á því hvað fólki finnst um þetta. En ég er ekki viss um að þessi umræða nái endilega athygli margra hér á þessari spjallsíðu. Spurning hvort þú ættir að bera þetta upp í Pottinum eða kannski á spjallinu við Handbókina? Því það má vel vera að fólk sem er e.t.v. ólíklegt til að fylgjast með spjalli um Auði djúpúðgu hafi samt skoðanir á þessu. --Cessator 15. febrúar 2010 kl. 17:14 (UTC)[svara]