Fara í innihald

Soundgarden

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Soundgarden í Paramount Theatre, Seattle (2013).
Kim Thayil gítarleikari (2012)
Chris Cornell, söngvari (2012)

Soundgarden var grugg (grunge)-hljómsveit frá Seattle. Sveitin var stofnuð árið 1984 og starfaði til 1997. Eftir slitin hóf Chris Cornell, söngvari bandsins, sólóferil og gekk einnig í hljómsveitina Audioslave. Matt Cameron hóf þá að tromma með Pearl Jam.

Árið 2010 kom sveitin aftur saman og gaf út plötuna King Animal. Meðlimirnir unnu að nýrri plötu árið 2017.[1] Sjálfsvíg Cornells í maí 2017 þýddi endalok sveitarinnar. Eftirstandandi meðlimir komu saman í janúar 2019 á minningartónleikum um Cornell og tilkynntu að þeir myndu ekki koma saman aftur.

Breiðskífur

[breyta | breyta frumkóða]
  • Ultramega OK (1988)
  • Louder Than Love (1989)
  • Badmotorfinger (1991)
  • Superunknown (1994)
  • Down on the Upside (1996)
  • King Animal (2012)
  • Chris Cornell – söngur, gítar (1985-1997, 2010-2017), trommur (1984–1985)
  • Kim Thayil – gítar (1984–1997, 2010–2019)
  • Ben Shepherd – bassi, bakraddir (1990–1997, 2010–2019)
  • Matt Cameron – trommur, bakraddir (1986–1997, 2010–2019)
  1. http://www.blabbermouth.net/news/chris-cornell-says-work-has-started-on-new-soundgarden-music/