Fara í innihald

Skrift

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Drengur situr við skriftir.

Skrift er sú athöfn að tjá sig á tilteknu tungumáli með því að kóða það með varanlegum sýnilegum hætti. Skrifletur er táknkerfi sem notar tákn og ritreglur til að umkóða ákveðna hluta tungumálsins, eins og orðaforða og setningafræði. Ritmál getur samt verið talsvert ólíkt talmáli.[1] Í almennu tali er orðið „skrift“ oft notað um rithönd sem er persónubundin, eins og þegar sagt er að einhver skrifi fallega skrift.

Skrif eru hugrænt og félagslegt athæfi sem byggjast á bæði taugasálfræðilegum og efnislegum þáttum. Orðið „skrif“ á líka við um afrakstur þessa athæfis, eða textann sem verður til. Skrift getur verið líkamleg athöfn (handskrift) eða útfærð með tæki eins og lyklaborði (vélritun), en öll skrift útheimtir einhvers konar skriffæri. Til að skilja skrift þarf þjálfun í lestri á því skrifletri sem notað er.

Þótt ritmál geti verið ólíkt talmáli, þá er ritmál ekki sjálfstætt tungumál, heldur aðferð til að tjá sig á tilteknu tungumáli þannig að aðrir skilji, óháð stað og stund.[2][3] Sum tungumál eiga sér ekkert ritmál og þar með enga hefð fyrir skrifum (bréfasamskiptum eða skrásetningu upplýsinga).[4] Skrif gera fólki kleift að skrá hugsanir sínar á formi sem auðvelt er að skoða síðar, bæta við og endurskoða. Þau hafa því áhrif á mótun þekkingar.[5][6][7] Með skrifum minnkar þörfin fyrir að læra hluti utanbókar.[8]

Rithöfundar nota skrift til að skrá niður bókmenntir. Ritlistir eru stundum kallaðar „skapandi skrif“.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Harris, Roy (2000). Rethinking Writing. Bloomington: Indiana University Press. bls. 185. ISBN 978-0-253-33776-4.
  2. Ong, Walter (1982). Orality and Literacy: The Technologizing of the Word. London: Methuen. ISBN 978-0-415-02796-0.
  3. Haas, Christina (1996). Writing technology: Studies on the Materiality of Literacy. Mahwah, NJ: L. Erlbaum Associates. ISBN 978-0-8058-1306-7.
  4. Schmandt-Besserat, Denise; Erard, Erard (2007). „Origins and Forms of Writing“. Í Bazerman, Charles (ritstjóri). Handbook of Research on Writing: History, Society, School, Individual, Text. New York: L. Erlbaum Associates. bls. 21. ISBN 978-1-135-25111-6.
  5. Bazerman, Charles; Russell, David, ritstjórar (1994). „Writing as a mode of learning“. Landmark Essays: On Writing Across the Curriculum. Routledge. doi:10.4324/9781003059219. ISBN 978-1-003-05921-9.
  6. Adler-Kassner, Linda; Wardle, Elizabeth A., ritstjórar (2015). Naming What We Know: Threshold Concepts of Writing Studies. Logan: Utah State University Press. bls. 55–56. ISBN 978-0-87421-989-0. JSTOR j.ctt15nmjt7.
  7. Winsor, Dorothy A. (1994). „Invention and Writing in Technical Work: Representing the Object“. Written Communication. 11 (2): 227–250. doi:10.1177/0741088394011002003. S2CID 145645219.
  8. Gunnar Dal (1990). „Upphaf ritlistar og listin að læra utanað“. Alþýðublaðið. 71 (87): 5.
  Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.