Fara í innihald

Skúli Mogensen

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Skúli Mogensen (f. 18. september 1968) er íslenskur fjárfestir sem stofnaði og rak flugfélagið WOW air.[1][2] Flugfélagið lagði niður starfsemi þann 28. mars árið 2019.

Skúli gekk í Háskóla Íslands og nam þar heimspeki. Hann stofnaði sitt fyrsta fyrirtæki, OZ Communications, á meðan hann var enn í skóla og hætti námi sínu þegar rekstur fyrirtækisins fór að skila arði.[3][4] Hann var forstjóri fyrirtækisins þar til Nokia keypti það af honum árið 2008.[5] Skúli var einnig meðal stofnenda Vodafone á Íslandi[4] og Arctic Ventures.

Skúli stofnaði WOW air árið 2011[6] og tók við af Baldri Baldurssyni sem forstjóri félagsins næsta ár.[7]

Skúli er stjórnarmeðlimur í Securitas, MP Fjárfestingabanka, Datamarket, Redline Communications og ýmsum öðrum fyrirtækjum.[8]

Skúli Mogensen var nefndur viðskiptamaður ársins á Íslandi árin 2011 og 2016.[3]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Leslie Josephs (27. júní 2018). 'We have to do better.' WOW Air's CEO faces angry customers—and readies an expansion“ (enska). CNBC. Sótt 28. mars 2019.
  2. „iPerceptions raises $3.65 Million from Skuli Mogensen & Telesystem“. Techvibes. 2. desember 2008. Afrit af upprunalegu geymt þann 4. mars 2016.
  3. 3,0 3,1 „How Wow Air's CEO charted his own course despite never having had a 'job'. Financial Post (bandarísk enska). 1. september 2017. Sótt 19. janúar 2018.
  4. 4,0 4,1 „Skúli Mogensen“. wowair.fr (franska). WOW air. Afrit af upprunalegu geymt þann 19. janúar 2018. Sótt 19. janúar 2018.
  5. Helft, Miguel. „Former Tech Exec's New Offering: $199 Flights To Europe From LAX And SFO“. Forbes. Sótt 12. júní 2017.
  6. Guttman, Amy (29. júní 2018). „Meet An Icelandic Entrepreneur Disrupting Global Air Travel“. Forbes (enska). Sótt 28. júlí 2018.
  7. „Skúli Mogensen nýr forstjóri WOW air“ [Skúli Mogensen new CEO of WOW air]. Morgunblaðið. 29. ágúst 2012. Sótt 28. mars 2019.
  8. „Skúli Mogensen“. wowair.co.uk. WOW air. Afrit af upprunalegu geymt þann 7 júlí 2017. Sótt 12. júní 2017.