Fara í innihald

Skíðblaðnir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Skíðblaðnir er skip í Norrænni goðafræði í eigu Freys. Skíðblaðnir er best allra skipa og gert með mestum hagleik. Það er svo mikið, að allir æsir mega skipa það með vopnum og herbúnaði, og hefur byr, þegar segl er dregið, hvert er fara skal. En þá er eigi skal fara með það á sæ, má vefja það saman sem dúk og hafa í pungi sínum. Frá þessu segir í Skáldskaparmálum eftir Snorra Sturluson.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.