Fara í innihald

Silja Aðalsteinsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Silja Aðalsteinsdóttir (f. 3. október 1943) er íslenskur bókmenntafræðingur, rithöfundur, ritstjóri og þýðandi.

Silja lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1963, BA-prófi í íslensku og ensku frá Háskóla Íslands árið 1968 og kandídatsprófi í íslenskum bókmenntum frá Háskóla Íslands árið 1974.

Silja er höfundur fjölda bóka, meðal annars ævisagna og bóka um íslenskar bókmenntir. Meðal bóka hennar eru námsbækurnar Bók af bók sem er sýnisbók íslenskra bókmennta frá siðaskiptum til 1918, ætluð til kennslu í framhaldsskólum og bókin Orð af orði, sem er bókmenntasaga og sýnisbók bókmennta fram til siðaskipta. Silja var um langt skeið ritstjóri Tímarits Máls og menningar, var ritstjóri Þjóðviljans um skeið og hafði umsjón með menningarefni í DV frá 1996-2003.

Silja hlaut Íslensku bókmanntaverðlaunin árið 1995 fyrir bókina Skáldið sem sólin kyssti, ævisögu Guðmundar Böðvarssonar og Íslensku þýðingarverðlaunin fyrir þýðingu sína á Wuthering Heights eftir Emily Brontë árið 2006. Hún hlaut riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu árið 2015 fyrir framlag sitt til íslenskra bókmennta.[1]

Eiginmaður Silju var Gunnar Karlsson (1939-2019) prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands og áttu þau tvær dætur.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Forlagid.is, „Silja Aðalsteinsdóttir“ (skoðað 29. desember 2019)