Fara í innihald

Semball

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Semball með flæmskum stíl. Á hörpuvængnum stendur SINE SCIENTIA ARS NIHIL EST (latína „Engin færni án þekkingar“) og DUM VIXI TACUI MORTUA DULCE CANO („er ég lifði var ég orðvana, en sálaður syng ég blítt“).

Semball er strengja- og hljómborðshljóðfæri og forveri píanós. Semball hefur hljómborð, en hver lykill tengist „þorni“ sem griplar strengi á láréttri hörpu í stað þess að slá á þá eins og í píanói. Náskyld hljóðfæri eru klavíkord, spínetta og virgínall.

Semballinn var algengt hljóðfæri á barokktímanum og margir nútímasemballeikarar sérhæfa sig í tónlist frá þeim tíma.

Orðið semball á uppruna sinn í ítalska orðinu „cembalo“ sem er stytting á orðinu „clavicembalo“ sem hefur sömu merkingu.

Íslenskir semballeikarar

[breyta | breyta frumkóða]

Helga Ingólfsdóttir var brautryðjandi í semballeik á Íslandi. Aðrir þekktir íslenskir semballeikarar eru Anna Margrét Magnúsdóttir og Guðrún Óskarsdóttir.