Semball
Útlit
Semball er strengja- og hljómborðshljóðfæri og forveri píanós. Semball hefur hljómborð, en hver lykill tengist „þorni“ sem griplar strengi á láréttri hörpu í stað þess að slá á þá eins og í píanói. Náskyld hljóðfæri eru klavíkord, spínetta og virgínall.
Semballinn var algengt hljóðfæri á barokktímanum og margir nútímasemballeikarar sérhæfa sig í tónlist frá þeim tíma.
Orðsifjar
[breyta | breyta frumkóða]Orðið semball á uppruna sinn í ítalska orðinu „cembalo“ sem er stytting á orðinu „clavicembalo“ sem hefur sömu merkingu.
Íslenskir semballeikarar
[breyta | breyta frumkóða]Helga Ingólfsdóttir var brautryðjandi í semballeik á Íslandi. Aðrir þekktir íslenskir semballeikarar eru Anna Margrét Magnúsdóttir og Guðrún Óskarsdóttir.
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu semball.