Sealand
Útlit
| |||||
Kjörorð: E mare libertas (latína: Frá hafinu, frelsi) | |||||
Opinbert tungumál | Enska | ||||
Einvaldur | Prins Roy Bates | ||||
Forsætisráðherra | Prins Michael Bates | ||||
Flatarmál |
550 m² | ||||
Íbúafjöldi | 1 (Michael Bates; 2002) | ||||
Stofnað – Yfirlýst – Viðurkennt |
2. september 1967 aldrei | ||||
Gjaldmiðill | Sealand-dalur (sami og USD) | ||||
Tímabelti | GMT (UTC 0) |
Furstadæmið Sealand (enska: Principality of Sealand) er sjálfútnefnd smáþjóð á gömlu Maunsell-virki undan strönd Englands. Landið er í eigu Paddy Roy Bates en fjölskylda hans og samstarfsaðilar halda því fram að landið sé eigin þjóð. Enginn af meðlimum SÞ hafa viðurkennt sjálfstæði Sealand og réttarfarslega fellur það undir Stóra-Bretland.
Flatarmál Sealands er 550 m² og íbúafjöldinn fer sjaldan yfir 5. Virkið er 10 kílómetra frá ströndu Englands og var byggt í síðari heimsstyrjöldinni. Þann 23. júní 2006 brann stór hluti þess eftir sprengingu í rafal.