Sava
Sava | |
---|---|
Staðsetning | |
Land | Slóvenía, Króatía, Bosnía og Hersegóvína, Svartfjallaland, Serbía, Albanía |
Einkenni | |
Uppspretta | Planica (fjall í Slóveníu) |
• hæð | 1.222 m |
Hnit | 46°20′39″N 14°09′19″A / 46.344231°N 14.155411°A |
Árós | |
• staðsetning | Dóná við Belgrad |
Lengd | 990 km |
Vatnasvið | 95.419 km² |
Rennsli | |
• miðlungs | 1,722 m³/s |
breyta upplýsingum |
Sava er 945 km löng þverá Dónár sem á upptök sín nálægt rótum Júlíönsku alpanna í Slóveníu og rennur í gegnum Króatíu, Bosníu og Hersegóvínu og sameinast loks Dóná við Belgrad í Serbíu. Vatnasvæði Sava nær yfir 95.719 km².
Árupptök Sava er þar sem árnar Sava Dolinka (45 km löng) og Sava Bohinjka (31 km) mætast á milli bæjanna Lesce og Radovljica í Norður-Slóveníu. Sava telst til vatnasvæðis Svartahafsins þar sem hún er þverá Dónár. Hún er næst-lengsta þverá Dónár á eftir Tisa. Á tímum Júgóslavíu rann áin innan landamæra þess en í dag rennur hún í gegnum landamæri fjögurra landa.
Árupptök
[breyta | breyta frumkóða]Upptök Sava Dolinka eru við Nadiža-lækinn í Planica-dalnum við Zadnja Ponca-fjall í 1.222 metra hæð yfir sjávarmáli nálægt ítölsku landamærunum. Sava Dolinka rennur neðanjarðar á um 5 km kafla en brýst fram á yfirborðið og er þar nefnd Zelenci nálægt Kranjska Gora. Þá rennur hún í gegnum bæina Kranjska Gora, Gozd Martuljek, Jesenice, nálægt Bled og Lesce. Áin er virkjuð á nokkrum stöðum, ein slík vatnaflsvirkjun heitir Moste (22,5 MW) og er í Žirovnica.
Styttri áin Sava Bohinjka er 31 km löng og á upptök sín við Komarča-fjallshrygginn í 805 metra hæð yfir sjávarmáli. Vatnssvæði árinnar er Triglav Árdalurinn og heitir hún Savica (litla Sava) fram að árósum hennar við Bohinjvatn. Samnefnd 3 MW virkjun er staðsett við Ukanc-gljúfur. Sava Bohinjka mætir Sava Dolinka nálægt bænum Radovljica.
Landafræði
[breyta | breyta frumkóða]Vatnasvæði Sava nær yfir 95.719 km², hluti þess svæðis er Norður-Albanía. Áin er mjög djúp á köflum, 25-30 m nálægt bæjunum Hrtkovci og Bosut í Serbíu. Meðalrennsli við Zagreb í Króatíu er 255 rúmmetrar á sekúndu (m³/s), en nær 1.722 m³/s nálægt Belgrad í Serbíu. Í Serbíu hafaf skapast nokkrar eyjur í ánni sem nefndar eru ada, t.d. Ada Ciganlija, sem er 2.7 km², í Belgrad. Með byggingu þriggja brúa milli eyjunnar og Belgrad skapaðist manngert stöðuvatn sem nefnt er Sava-vatn eða Belgradhafið.
Áætlað er að hægt sé að leysa úr læðingi mikla stöðuorku vatnsrennslis í Sövu með byggingu vatnsaflsvirkjana. Slíkt hefur þó ekki verið gert í miklum mæli fyrr en nýlega. Áætlað er að hægt sé að vinna 3,2 (4,7 að þverám samanlögðum) GW úr Sövu (til samanburðar er Kárahnjúkavirkjun 690 MW). Vatnsaflsvirkjunin Medvode (17.8 MW) er staðsett skammt frá Ljubljana. Verið er að byggja fleiri virkjanir.
Rennsli Sövu er ekki stjórnað á löngum köflum árinnar og veldur það flóðum. Posavina (Savadalur) er um 5 þúsund km² frjótt landsvæði sem er sérstaklega viðkvæmt fyrir þessu. Í október 1964 flæddi Sava yfir bakka sína í Zagreb sem olli tjóni og miklu mannfalli. Þá voru hærri flóðgarðar byggðir. Árið 1981 og í apríl 2006 flæddi Sava yfir bakka sína í Belgrad og þurfti að kalla til herinn til aðstoðar.[1]
Þverár
[breyta | breyta frumkóða]Hægri þverár í Slóveníu: Sora, Ljubljanica, Mirna og Krka; í Króatíu: Kupa og Sunja; við landamæri Króatíu og Bosníu: Una; í Bosníu: Vrbaška, Vrbas, Ukrina, Bosna, Brka, Tinja, Lukovac og Dašnica; við landamæri Bosníu og Serbíu: Drína; í Serbíu: Jerez, Kolubara og Topčiderska reka.
Vinstri þverár: í Slóveníu: Kokra, Kamniška Bistrica og Savinja; við landamæri Króatíu og Bosníu: Sotla/Sutla; í Króatíu: Lonja and Orljava; í Serbíu: Bosut.
Byggðir
[breyta | breyta frumkóða]Sava tengir saman höfuðborgir þriggja ríkja á Balkanskaganum: Ljubljana í Slóveníu, Zagreb í Króatíu og Belgrad í Serbíu. Þótt Ljubljana hafi upphaflega byggð við Ljubljanicu, þverá Sövu, þá hefur borgin stækkað og teljast Črnuče og Zalog, sem áður voru litlir sveitabæir við Sövu, til úthverfa hennar í dag. Í Zagreb og Belgrad skiptir áin borginni í ný og gömul hverfi.
Sunnan við Ljubljana renndur Sava í gegnum Litija og iðnaðarsvæðið við Zasavje þ.m.t. borginar Zagorje ob Savi, Trbovlje og Hrastnik, áfram fram hjá Zidani Most og Radeče, Sevnica, Krško, Brežice og Čatež. Rétt handan við landamæri Slóveníu og Króatíu liggur höfuðborg Króatíu, Zagreb. Sunnan við úthverfi Zagreb rennur Sava í gegnum Sisak og Jasenovac áður en að landamærunum við Serbíu kemur. Alveg við þau landamæri er fjöldi byggða (Gradiška/Stara Gradiška, Srbac/Davor, Bosanski Kobaš/Slavonski Kobaš, Bosanski Brod/Slavonski Brod, Bosanski Šamac/Slavonski Šamac, Orašje/Županja og Brčko/Gunja) þar sem bæði Serbar og Bosníubúar búa saman. Þegar Sava nálgást Belgrad rennur hún í gegnum úthverfi Belgrad: Zabrežje, Obrenovac, Umka og Ostružnica áður en hún sameinast Dóná.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Flóð í Dóná í Serbíu og Búlgaríu“. Mbl.is. 14. apríl 2006.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Sava River“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 3. febrúar 2008.