Sankti Martin
Saint-Martin nafn á frummáli: Sint Maarten (hollenska), Saint-Martin (franska) | |
---|---|
Landafræði | |
Staðsetning | Karabíska hafið |
Hnit | 18°04′N 63°03′V / 18.067°N 63.050°V |
Eyjaklasi | Karíbahafseyjar
|
Flatarmál | 87 ferkílómetrar |
Hæsti staður | Pic Paradis 424 metrar |
Stjórnsýsla | |
?
| |
Frakkland | |
Höfuðborg | Marigot |
Stærsta borg | Marigot (5.700)
|
Holland | |
Höfuðborg | Philipsburg |
Stærsta borg | Lower Prince's Quarter (8.123)
|
Sankti Martin er eyja í norðausturhluta Karíbahafseyja, rúmlega 300 kílómetrum austan við Púertó Ríkó. Eyjan, sem er 87 ferkílómetrar að stærð, skiptist í hlutföllunum 61/39 á milli Frakklands (sem ræður yfir 53 ferkílómetrum)[1] og Hollands (sem ræður yfir 34 ferkílómetrum).[2]. Bæði landsvæðin bera nafn eyjarinnar á viðkomandi tungumálum: Saint-Martin og Sint Maarten. Íbúar þessara tveggja landsvæði eru nokkurn veginn jafnmargir. Þessi skipting eyjarinnar er frá 1648.
1. janúar 2009 bjuggu 77.741 íbúar á eyjunni, þar af 40.917 á hollenska hluta hennar[3] og 36.824 á franska hlutanum.[4]
Sameiginlega eru svæðin þekkt sem "St-Martin / St Maarten". Stundum er SXM, kóði alþjóðasambands flugfélaga fyrir alþjóðaflugvöllinn Princess Juliana (aðal flugvöll eyjunnar), notaður til að vísa til eyjunnar.
Landafræði
[breyta | breyta frumkóða]Sankti Martin er 87 ferkílómetrar að stærð, þar af eru 53 ferkílómetrar undir stjórn Frakklands[1] og 34 ferkílómetrar undir stjórn Hollands.[2] Þetta er einu landamæri þessara landa á jörðinni.
Helstu borgir eru Philipsburg (á hollenska hlutanum) og Marigot (á franska hlutanum). Hollenski hluti eyjunnar er þéttbýlli. Fjölmennasta svæði eyjunnar er Lower Prince's Quarter, á hollenska hlutanum.
Stærsta fjall eyjunnar er Pic Paradis, 424 metra hátt fjall í miðju fjallgarðs á franska hluta eyjunnar. Báðir hlutar eyjunnar eru þó brattir með álíka háum fjöllum. Engar ár eru á eyjunni. Gönguleiðir liggja til skóglendisins sem er víða á tindum og hlíðum eyjunnar.
Eyjan er sunnan við Angvilla og Angvillasund skilur hana frá yfirráðasvæði Breta. Sankti Martin er norðvestan við Saint Barthélemy og Saint-Barthélemy sundið skilur á milli þeirrar síðarnefndu og franska hluta Sankti Martin.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Saint Martin“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 20. febrúar 2015.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 Government of France INSEE. „Démographie des communes de Guadeloupe au recensement de la population de 1999“ (franska). Sótt 27. janúar 2009.
- ↑ 2,0 2,1 Central Bureau of Statistics Netherlands Antilles. „Area, population density and capital“. Afrit af upprunalegu geymt þann 7. febrúar 2009. Sótt 27. janúar 2009.
- ↑ Department of Statistics (STAT) of St. Maarten. „Population, St. Maarten, January 1 st“ (PDF). Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 31. maí 2013. Sótt 20. ágúst 2012.
- ↑ Government of France INSEE. „Les populations légales 2009 entrent en vigueur le 1er janvier 2012“ (franska). Sótt 20. ágúst 2010.