Richard Henry Dana
Útlit
Richard Henry Dana yngri (1. ágúst 1815 – 6. janúar 1882) var bandarískur lögfræðingur og stjórnmálamaður. Hann er einna þekktastur fyrir endurminningabók sína Hetjur hafsins (enska: Two Years Before the Mast) sem fjallar um ferð hans á briggskipinu Pilgrim frá Massachusetts til Kaliforníu um Hornhöfða og heimferðina með skipinu Alert 1834-1836. Bókin er talin með sígildum verkum bandarískra bókmennta og átti þátt í því að sjóferðasögur komust í tísku næstu áratugina.