Fara í innihald

Ranemsletta

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ranem kirkjan

Ranemsletta er þéttbýli og stjórnsýslumiðstöð sveitarfélagsins Overhalla í Þrændalögum í Noregi. Í byggð eru 487 íbúar og í sveitarfélaginu 3.817 (2022). Ranemsletta er við ána Namsen og liggur FV17 í gegnum staðinn sem er 24 km austur af Namsos.

Namsen

Overhalla Barne- og Ungdomsskole (grunn- og framhaldsskólinn) er staðsettur á Ranemslétta. Miðalda Ranem kirkjan frá 1187 er einnig staðsett hér.  Kirkjan er hringbogaleg langkirkja í rómönskum stíl. Byggingarefnið er grár steinn á marmara sökkli en þak og turn úr timbri.

Við Bertnum garð eru þrír stórir grafarhaugar frá Merovingatímanum og að öðru leyti eru skráðir 800 grafir í sveitarfélaginu. Bertnum var höfðingjasetur í Namdalen undir Ynglingeættinni. Húsgrunnar hafa fundist nálægt Bertnemshaugene, elstu þessara langhúsa sem eru 40 × 8 m frá 150–200 árum e.Kr. Á Ranemsléttu er haugur sem heitir Tinghaugen. Það bendir til þess að hér hafi verið haldið þing.