Fara í innihald

Rökyrðing

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Rökyrðing er, í rökfræði, einhver setning sem felur í sér ótvíræða staðhæfingu, óháð sanngildi staðhæfingarinnar. Rökyrðing er þá hvorki spurning né skipun, heldur fullyrðing á borð við:

Rökyrðingar þurfa ekki að vera sannar:

Ekki allar málsgreinar eru rökyrðingar:

  • Hvað er klukkan?
  • Hvernig líður þér?
  • 5 2

Umsagnarökyrðingar

[breyta | breyta frumkóða]

Rökyrðingar þurfa ekki að vera fullyrðingar, heldur geta þær verið umsagnir sem notast við breytur:

  • x er fiskur.
  • A eru nemendur í grunnskólanum.
  • y getur flogið.

Til þess að slíkar rökyrðingar séu fullyrtar verður að gefa breytunum gildi, til dæmis ef að y = Superman, þá er fullyrðingin Superman getur flogið. Umsagnarökyrðingar eru yfirleitt notaðar þegar að skoða á eiginleika rökyrðingarinnar sé henni beitt á mengi. Til dæmis væri mengi allra bifreiða á Íslandi mjög stórt - köllum það B. Þá er rökyrðingin R(x) = "x er blár" ekki fullyrðing, en hins vegar verður hún það þegar sagt er:

Til er stak x í menginu B gildir R(x). ()

Sem er satt; það þarf ekki að líta langt til þess að sjá dæmi um bláan bíl. Hins vegar væri setningin

Um öll stök x í menginu B gildir R(x). ()

ósönn, þar sem að við vitum að það eru líka til rauðir, svartir og alls kyns litaðir bílar á Íslandi, og bílar eru sjaldnast samtímis rauðir og bláir.

  Þessi heimspekigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.