Fara í innihald

Quintana Roo

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Cancún.
Rústir Majaveldisins.

Quintana Roo er fylki í suðaustur-Mexíkó á Júkatanskaga. Það er 44.705 ferkílómetrar að flatarmáli. Höfuðborgin heitir Chetumal en önnur mikilvæg borg er ferðamannaborgin Cancún. Quintana Roo varð að fylki í Mexíkó árið 1974. Þá óx ferðmannaiðnaður og íbúafjöldi. Maja-fornminjar má finna innan svæðisins.

Í suðri á fylkið landamæri að Gvatemala og Belís.

Það er nefnt eftir Andrés Eligio Quintana Roo sem gegndi mikilvægu hlutverki í mexíkóska sjálfstæðisstríðinu.