Fara í innihald

Dægurmenning

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Poppmenning)
Djasstónlist er ein af fyrstu tónlistarstefnunum sem var kölluð dægurtónlist og gagnrýnd fyrir „heimskuvæðingu“ sem fólst í einhæfni og endurtekningu.

Dægurmenning eða fjöldamenning er samheiti yfir viðhorf, hugmyndir, ímyndir og tákn sem einkenna ríkjandi alþjóðlega vestræna menningu í samtímanum og birtast meðal annars í dægurtónlist, kvikmyndum, fjölmiðlum og nýmiðlum. Meðal þessara einkenna eru einstaklingshyggja og áhersla á einstaklingsfrelsi samfara neysluhyggju. Íslenska heitið „dægurmenning“ vísar til þess að í dægurmenningu er lögð áhersla á líðandi stund og hversdagsleika fremur en varanlegt gildi.

Dægurmenning er oft gagnrýnd fyrir að vera lágmenning, gegnsýrð af markaðshyggju og heimskuvædd til að gera hana aðgengilega fyrir fjöldann. Dægurmenningu er þannig stillt upp bæði sem andstæðu við hámenningu, hefðbundnar greinar lista sem einkum yfirstéttin hafði möguleika til að njóta áður, og alþýðumenningu, þar sem miðlunin fer fram í nánu samhengi augliti til auglitis. Dægurmenning á sér rætur í hvoru tveggja og hefur líka haft mikil áhrif á bæði hámenningu og alþýðumenningu enda eru mörkin þarna á milli alls ekki skýr.

Einkenni á listsköpun dægurmenningar eru fjöldaframleiðsla og dreifing í stórum upplögum, oft fyrir alþjóðamarkað. Dægurmenning er áberandi hluti af daglegu lífi fólks í iðnvæddum samfélögum um allan heim.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.