Fara í innihald

Peak District-þjóðgarðurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Peak District)
Staðsetning.
Thor's cave.
Chatsworth House.
Ladybower uppistöðulónið.
Göngufólk.

Peak District er þjóðgarður og hálent svæði á Norður-Englandi við suðurenda Pennínafjalla. Þjóðgarðurinn var sá eini í landinu þegar hann var stofnaður 1951 og liggur að mestu í Derbyshire héraðinu, en einnig í héruðunum Cheshire, stærra-Manchester, Staffordshire og Yorkshire.

Flatarmál hans er 1.440 km2 og meðalhæð yfir sjávarmáli er yfir 300 metrum, en hæsti punkturinn er í um 636 metrum. Um 8% þjóðgarðsins er skógi vaxinn. Svæðinu er skipt í norðursvæðið Dark Peak, þar sem sandsteinn er áberandi bergtegund, og suðursvæðið White Peak, þar sem kalksteinn er ráðandi og þéttbýlla er. Stærsti þéttbýlisstaðurinn, og jafnframt sá eini sem talist getur bær fremur en þorp, er Bakewell.

Þjóðgarðurinn er vinsælt svæði til útivistar, sér í lagi vegna nálægðar við ýmsa þéttbýlisstaði, svo sem Manchester, Leeds og Sheffield. Þar hægt að stunda fjölbreytt úrval afþreyingar, til að mynda göngur, reiðmennsku, hjólreiðar og svifflug.

Eignarhald þjóðgarðsins er blandað og á ríkisstofnunin National Trust 12% af svæðinu.

Fyrirmynd greinarinnar var „Peak District National Park“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 24. mars. 2017.