Pamírmál
Útlit
Pamírmál eru um einn tugur íranskra tungumála sem töluð eru í Pamírfjöllum í Norðaustur-Afganistan. Málin eru skyld pastú og fjarskyld persnesku. Aðeins um 100 þúsund manns munu í dag tala þessi mál og teljast þau vera í útrýmingarhættu. Af einstökum pamírmálum má nefna súgíní, sarikólí, jasgúlíam, múndí, isgasímí, vakí og jadiga.