POSIX
Útlit
POSIX (stendur fyrir „Portable Operating System Interface“ eða „færanlegt stýrikerfisviðmót“) er safn staðla fyrir samhæfingu milli stýrikerfa sem er viðhaldið af félaginu IEEE Computer Society. POSIX-staðlarnir skilgreina forritunarviðmót, skeljar og viðmót hjálparforrita, til að tryggja samhæfingu milli Unixlegra stýrikerfa og annarra skyldra stýrikerfa.
Meðal stýrikerfa sem eru POSIX-vottuð eru macOS (frá útgáfu 10.5), UnixWare og IBM AIX. Meðal stýrikerfa sem uppfylla staðalinn að mestu eru Linux, Android og FreeBSD.