Fara í innihald

Púsluspil

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bitar í púsluspili

Púsluspil (eða púsl, stundum raðspil eða raðþraut[1]) er spil þar sem smáir bitar eru settir saman, hver með hluta af stærri mynd. Bitarnir læsast saman með flipum og þegar allir þeirra hafa verið settir saman myndast fullkomin mynd. Spilið á rætur að rekja til Englands, þar sem það var notað sem kennsutæki í ýmsum fögum á 19. öld. Púsluspil urðu mjög vinsæl á 20. öld, sértaklega um tíma kreppunar á fjórða áratugnum.[1]

Orðið púsluspil hefur danskan uppruna og er smiðað eftir orðinu puslespil. Þetta orð er dregið af orðtakinu at pusle med noget, sem þýðir „að dunda sér“.[1]

  1. 1,0 1,1 1,2 „Vísindavefur: Hver bjó til púsluspil í fyrsta sinn og hvaða ár var það?“. Sótt 19. nóvember 2011.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.