Fara í innihald

Oxalidales

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Oxalidales
Súrsmæra (Oxalis acetosella) flokkast undir ættbálkinn Oxalidales.
Súrsmæra (Oxalis acetosella) flokkast undir ættbálkinn Oxalidales.
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Oxalidales
Ættir

Brunelliaceae
Cephalotaceae
Connaraceae
Cunoniaceae
Elaeocarpaceae
Huaceae
Oxalidaceae

Oxalidales er ættbálkur plantna sem heyrir undir blómplöntur blómplantna. Plöntur af Oxalidales-bálkinum eru gjarnan með samsett laufblöð og meirihluti tegunda í ættbálknum hafa fjögur eða fimm krónublöð og bikarblöð í blómum sínum.

Eftirfarandi plöntuættir heyra undir Oxalidales:

  • Brunelliaceae - ein ættkvísl með um 60 tegundum.
  • Cephalotaceae - aðeins ein tegund, kjötætuplantan Cephalotus follicularis
  • Connaraceae - 19 ættkvíslir með yfir 180 tegundum.
  • Cunoniaceae (Vagnviðarætt) - 27 ættkvíslir með um 300 tegundum.
  • Elaeocarpaceae (Luktartrésætt) - 12 ættkvíslir með um 615 tegundum.
  • Huaceae - 2 ættkvíslir með 4 tegundum. Finnast aðeins í Mið-Afríku.
  • Oxalidaceae (Súrsmæruætt) - 5 ættkvíslir með 570 tegundum.

Samkvæmt Cronquist-flokkunarkerfinu heyrðu flestar ofangreindra ætta undir rósabálk (Rosales). Súrsmæruætt var undir blágresisbálki (Geraniales), luktartrésætt var flokkuð í tvennu lagi, annars vegar undir stokkrósarbálki (Malves) og hins vegar undir Polygalales undir nafninu Tremandraceae.

Flokkunarfræði

[breyta | breyta frumkóða]

Flokkunarfræði Oxalidales samkvæmt APG-kerfinu lítur svona út:

Malpighiales (úthópur)

Oxalidales

Huaceae

Connaraceae

Oxalidaceae

Cunoniaceae

Brunelliaceae

Cephalotaceae

Elaeocarpaceae

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]