Fara í innihald

Orustan um Wesnoth

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Orustan um Wesnoth er herkænskuleikur fyrir tölvur hannaður af David White og gefinn út í fyrstu útgáfu árið 2003. Í leiknum reyna spilarar að byggja öflugan her með því að stjórna þorpum og safna stigum með því að sigra óvini. Orustan um Wesnoth er opinn hugbúnaður og til fyrir ýmsar gerðir af stýrikerfum.

Spilun leiksins

[breyta | breyta frumkóða]

Orustan um Wesnoth er herkænsku stríðsleikur þar sem framvinda ræðst af því að spilarar skiptast á að gera og er leikurinn spilaður á korti úr sexhyrningum (hex map). Herkænska í leiknum byggir á því að berjast um gott svæði til búsetu á hagstæðum tíma dags og við veikari andstæðinga. Það má líka hernema þorp sem framleiða gull og staðsetja einingar sem tálma athafnir andstæðingar. Það er hægt að spila leikinn bæði sem herferð eins leikmanns og með mörgum spilurum. Hver eining í Wesnoth hefur styrkleika og veikleika. Vörn hverrar einingar er háð því svæði sem hún er staðsett á. Þannig er erfitt að berjast við álfa þegar bardaginn fer fram í skógi. Árásir eru mismunandi sem og vopn og hvaða tími sólarhrings er skiptir máli. Einingar geta vaxið að mætti gegnum herferðir. Mennskir riddarar hafa þannig harla litla möguleika í árás á orka sem fela sig í fjöllum seinni part dags, því orkarnir eru svo mikið sterkari í myrkri.

Umhverfi leiksins

[breyta | breyta frumkóða]
Teikning af Sylph í Wesnoth

Orustan um Wesnoth gerist í ævintýraveröld þar sem menn, álfar, dvergar, tröll og orkar búa auk ýmissa tegunda sem eingöngu búa í Wesnoth eins og sérstakra dreka og uppvakninga. Í upprunasögu leiksins er orðið Wesnoth tákn fyrir áttir vestnorður.

það eru sex sjálfgefnar persónur sem velja má um í leiknum:

  • Uppreisnarmenn sem aðallega eru álfar
  • Knalgan bandalagið sem eru hægfara og staðfastir dvergar
  • Hinir hliðhollu en það eru hersveitir manna og töframanna.
  • Norðurbúar en það eru kynjaverur og tröll.
  • Hinir ódánu
  • Drekar

Það eru einnig fjöldi af persónugerðum sem notendur hafa búið til og sumar þeirra hægt að hlaða niður í hópum.

Herferð í Wesnoth inniheldur senur eins og þessar þar sem framvindan er skýrð.

Leikurinn kemur með 16 herferðum sem eru miserfiðar. Einnig er hægt að bæta við herferðum sem notendur hafa búið til.

Wikipedia
Wikipedia