Fara í innihald

Opeth

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Opeth: Åkerfeldt og Mendez (2008)
Mikael Åkerfeldt á Rock im Park, Þýskalandi, árið 2014
Peter Lindgren var gítarleikari Opeth frá 1991-2007.

Opeth er sænsk framsækin þungarokkshljómsveit. Sveitin var stofnuð í Stokkhólmi árið 1990 af söngvaranum David Isberg en hann hætti eftir 2 ár og Mikael Åkerfeldt, söngvari og gítarleikari, varð sá sem leiddi hljómsveitina.

Fyrstu plötur sveitarinnar einkennast af áhrifum úr dauðarokki, svartmálmi og framsæknu rokki. Lagasmíðar hljómsveitarinnar hafa oft verið langar og farið yfir 10 mínútur.[1]. Akústískir, léttari kaflar brjóta upp þyngri kafla í sumum lögum. Hljómsveitin spilaði á fáum tónleikum til að styðja við fyrstu fjórar plötur sínar. Það breyttist með plötunni Blackwater Park (2001).

Á síðari stykkjum Opeth vék dauðarokkið og áhrif frá framsæknu rokki voru áberandi og og notkun hljómborða. Platan The Last Will and Testament (2024) kom þó aftur með dauðarokkstíl að hluta sem hafði ekki verið síðan á Watershed (2008). TLWAT er þemaplata líkt og Still Life (1999).

Núverandi meðlimir

[breyta | breyta frumkóða]
  • Mikael Åkerfeldt – Gítar og söngur (1990)
  • Martín Méndez – Bassi (1997-)
  • Fredrik Åkesson – Gítar og bakraddir (2007-)
  • Joakim Svalberg – Hljómborð, bakraddir og ásláttarhljóðfæri (2011-)
  • Waltteri Väyrynen – Trommur. (2022-)

Fyrrum meðlimir

[breyta | breyta frumkóða]
  • Anders Nordin – Trommur (1989–1997)
  • Johan DeFarfalla – Bassi, bakraddir (1991, 1995–1997)
  • Peter Lindgren – Gítar (1991–2007), bassi (1991)
  • Martin Lopez – Trommur (1997–2006)
  • Per Wiberg – Hljómborð, mellótrón, bakraddir (2005–2011, tónleikameðlimur frá 2003–2005)
  • Martin "Axe" Axenrot – Trommur (2006-2021, tónleikameðlimur 2005-2006)
  • David Isberg - Söngur (1990-1992)

Breiðskífur

[breyta | breyta frumkóða]
  • Orchid (1995)
  • Morningrise (1996)
  • My Arms, Your Hearse (1998)
  • Still Life (1999)
  • Blackwater Park (2001)
  • Deliverance (2002)
  • Damnation (2003)
  • Ghost Reveries (2005)
  • Watershed (2008)
  • Heritage (2011)
  • Pale Communion (2014)
  • Sorceress (2016)
  • In Cauda Venenum (2019)
  • The Last Will And Testament (2024)

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Tíu mínútna lágmark Mbl.is. Skoðað 5. október, 2016.