Okotskhaf
Útlit
Okotskhaf er hafsvæði í Kyrrahafi milli skagans Kamsjatka, Kúrileyja, Hokkaídó, Sakalín og meginlands Asíu. Að japönsku eyjunni Hokkaídó undanskilinni eru allar strendur sem liggja að hafinu hluti af Rússlandi. Hafið heitir eftir bænum Okotsk þar sem Rússar hófu fyrst landnám við strendur Kyrrahafs.