Fara í innihald

Novator

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Novator
Rekstrarform Einkahlutafélag
Stofnað 2008
Staðsetning London, Reykjavík
Lykilpersónur Björgólfur Thor Björgólfsson
Starfsemi Eignarhaldsfélag
Vefsíða www.novator.is

Novator er fjárfestingarfélag sem er í 70% eigu Samson ehf sem er eignarhaldsfélag sem er í stærstu eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar.[1] Novator var stofnað árið 2008. Í kjölfarið voru stofnum ýmis félög í eigu Björgólfs með nafninu Novator, þar meðal annars voru 9 stofnuð í Luxemborg. Þau eru Novator Pharma, Novator Pharma I, Novator Finco, Novator Finance Bulgaria, Novator Medical Sweden, Novator Telecom Poland, Novator Telecom Bulgaria, Novator Credit Luxembourg og Novator Telecom Finland.[2]

Í október árið 2007 var samskiptafyrirtækið Nova stofnað, sem sérhæfði sig þá í 3G tækninni (en er nú líka með 5G farsíma- og netþjónustu), sem dótturfélag Novators.

Kaup á Actavis

[breyta | breyta frumkóða]

Samson fjárfesti í Pharmaco árið 2000 og sama ár sameinaðist Pharmaco Balkanpharma og svo Delta árið 2001. Árið 2004 var Pharmaco breytt í Actavis.[3]

Novator Pharma keypti Actavis sem var þá að mestu í eigu Samson ehf sem einnig er félag Björgólfs, fyrir 1000 milljarða króna[4] og voru þau kaup fjármögnuð af Deutsche Bank. Það var jafnframt stærsta einstaka lán bankans.[4]

Lán Novators Pharma fyrir kaupunum á Actavis nam 700 milljörðum króna í ágúst 2009.[4] Deutsche Bank þurfti að afskrifa 407 milljónir evra, eða um 66 milljarða íslenskra króna, vegna Actavis árið 2011 og síðar var Actavis selt erlendum aðilum.

  1. http://wayback.vefsafn.is/wayback/20081117114524/www.t24.is/adgerd.php?adgerd=greinar_vidhengi_download&id=42&ending=.pdf
  2. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 21. mars 2009. Sótt 26. ágúst 2009.
  3. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 28. ágúst 2009. Sótt 26. ágúst 2009.
  4. 4,0 4,1 4,2 „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 28. ágúst 2009. Sótt 26. ágúst 2009.