Fara í innihald

Niðfura

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Niðfura
Ungt tré í Kóreu
Ungt tré í Kóreu
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Fura (Pinus)
Undirættkvísl: Pinus
sect. Pinus
subsection Pinus
Tegund:
P. thunbergii

Tvínefni
Pinus thunbergii
Parl.
Samheiti
  • Pinus thunbergiana Franco
  • Pinus massoniana Siebold & Zucc [2]
  • Pinus sylvestris Thunb.

Niðfura (fræðiheiti: Pinus thunbergii[3][4]) er furutegund ættuð frá strandsvæðum Japan (Kyūshū, Shikoku og Honshū) og Suður Kórea.[5]

Niðfura getur náð 40 m hæð og 2m í þvermál, en nær því sjaldan nema á náttúrulegu útbreiðslusvæði sínu. Nálarnar eru tvær saman með hvíta hulsu neðan til, 7–12 sm langar, oftast undnar og dökkgrænar; Könglarnir eru 4 til 7 sm langir, með smáum göddum á enda hreisturskeljanna, þroskast á tvemur árum. Karlkönglarnir eru 1 til 2 sm langir, 12 til 20 saman á enda nývaxtar að vori. Börkurinn er grár á ungum trjám og minni greinum, en verður svartur og og skeljaður með aldri á stærri greinum og stofni; verður mjög þykkur á eldri stofnum.

Litningatalan er 2n = 24.[6]

Vistfræði

[breyta | breyta frumkóða]

Ín Norður Ameríku er lifun þess lítil vegna innfædds þráðorms: Bursaphelenchus xylophilus, sem er dreift af bjöllum. Í kjölfarið kemur sveppasýking sem dregur tréð fljótt til dauða. Þessi þráðormur er nú einnig kominn til Japans og ógnar tegundinni í heimkynnum hennar.

Vegna þols gegn mengun og salti hefur niðfura verið vinsæl í ræktun. Í Japan er það víða notað í görðum, bæði klippt til sem "Niwaki" (formað), og sem fullvaxið óklippt tré. Þetta er sígild bonsai tegund. Hún getur þrifist í mið Evrópu en er sjaldan notuð vegna hægs vaxtar og að hún þolir ekki blautan snjó.[7]

Fyrst var tegundinni lýst af Filippo Parlatore 1868.[8]

Fræðiheitið thunbergii er til heiðurs sænska læknisins, grasafræðingsins og landkönnuðarins Carl Peter Thunberg (1743-1825), sem var nemi hjá Carl von Linnaeus, og dvaldi hann 1775-78 í Batavia og Japan. Hann ritaði fyrstu flóru Japans þar sem hann ranglega greindi tegundina sem skógarfuru (Pinus sylvestris).[9][10]

Niðfura myndar náttúrulega blendinga með rauðfuru (Pinus densiflora): Pinus × densithunbergii.[11][7] Hún myndar einnig blendinga með svartfuru (Pinus nigra), en ekki með skógarfuru (Pinus sylvestris). Blendingarnir með rauð og svartfuru vaxa hraðar að minnsta kosti fyrstu árin en foreldrategundirnar.[10]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Farjon, A. (2013). Pinus thunbergii. The IUCN Red List of Threatened Species. IUCN. 2013: e.T42423A2979140. doi:10.2305/IUCN.UK.2013-1.RLTS.T42423A2979140.en. Sótt 15. desember 2017.
  2. Pinus thunbergii. Geymt 12 maí 2019 í Wayback Machine In: The Plant List.
  3. English Names for Korean Native Plants (PDF). Pocheon: Korea National Arboretum. 2015. bls. 575. ISBN 978-89-97450-98-5. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 25. maí 2017. Sótt 17. desember 2016 – gegnum Korea Forest Service.
  4. "Pinus thunbergii". Natural Resources Conservation Service PLANTS Database. USDA.
  5. Pinus thunbergii Flora of China
  6. Tropicos. [1]
  7. 7,0 7,1 Schütt et al.: Lexikon der Baum- und Straucharten, S. 384.
  8. Pinus thunbergii The International Plant Name Index
  9. Genaust: Etymologisches Wörterbuch der botanischen Pflanzennamen, S. 643.
  10. 10,0 10,1 James E. Eckenwalder: Conifers of the World, S. 486.
  11. Aljos Farjon: A Handbook of the World's Conifers. Band 2, S. 662, 663.


Ytri tenglar

[breyta | breyta frumkóða]


  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.