Fara í innihald

Nerva

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Nerva
Rómverskur keisari
Valdatími 96 – 98

Fæddur:

8. nóvember 30
Fæðingarstaður Narni, Ítalíu

Dáinn:

27. janúar 98
Dánarstaður Róm
Forveri Dómitíanus
Eftirmaður Trajanus
Faðir Marcus Cocceius Nerva
Móðir Sergia Plautilla
Fæðingarnafn Marcus Cocceius Nerva
Keisaranafn Marcus Cocceius Nerva Caesar Augustus
Ætt Nervu-Antoninska ættin
Tímabil Góðu keisararnir fimm

Marcus Cocceius Nerva (8. nóvember 30[1]27. janúar 98) var keisari í Rómaveldi eftir dauða Domitíanusar árið 96 þar til hann lést árið 98. Þrátt fyrir stutta valdatíð hefur Nerva verið talinn fyrstur hina svonefndu „fimm góðu keisara“ sem réðu frá 96 til 180 e.kr.

Nerva var fyrsti keisarinn til að velja sér eftirmann á meðal þeirra sem hæfastir voru og ættleiða hann frekar en að velja eftirmann sinn meðal skyldmenna eins og tíðkaðist áður og gat þessi hefð af sér hina fyrrnefndu „fimm góðu keisara“.

Fjölskylda

[breyta | breyta frumkóða]

Nerva var fæddur í borginni Narni rúmum 80 km norður af Róm í fjölskyldu Marcus Cocceius Nerva og Sergia Plautilla. Fornar heimildir segja að hann hafi annaðhvort verið fæddur 30 eða 35 í þá virðulegu ætt. Faðir hans Nerva eldri var öldungaráðsmaður og afi hans sem bar einnig sama nafn og Nerva var í keisaralega aðstoðarliði Tíberíusar um það leiti sem Nerva fæddist.

Þjóðfélagsþjónusta

[breyta | breyta frumkóða]
brjóstmynd af Nerva frá einkasafni.

Ekki er mikið vitað um fyrrihluta ferils Nerva. Þó er ekki talið líklegt að hann hafi farið hinar hefbundnu leiðir eins og í herinn sem tíðkaðist yfirleitt á tímum Rómaveldis. Samkvæmt Tacítusi var Nerva kosinn praetor á valdatíma Nerós árið 65 og lék þar Nerva mikilvægt hlutverk í að svifta hulunni af pisonian samsærinu og fékk fyrir það mikinn heiður og styttur af sér í kringum höllina. Nerva og Vespasíanus störfuðu báðir sem aðstoðarmenn Nerós og því er ekki fráleitt að Nerva hafi þurft að gæta hins unga Domitíanusar þegar Vespasíus var sendur í burtu til að kveða niður gyðingauppreisnina árið 67. Í kjölfarð á dauða Nerós árið 68 var Nerva hliðhollur flavísku ættinni á meðan borgarastyröldinni stóð árið 69, hinu svokallaða ári keisaranna fjögurra. Það ár varð Nerva vitni að valdatöku og falli Galba, Othos og Vitelliusar og að lokum valdatöku Vespasíanusar, fyrsta keisarans af flavísku ættinni. Nerva hélt áfram að þjóna Vespasíanusi og árið 71 fékk Nerva svo loksins verðlaun fyrir tryggð sína með sínu fyrsta ráðgjafastarfi. Hann hélt svo áfram að þjóna sem ráðgjafi undir báðum sonum Vespasíanusar, Títusi og Dómitíanusi.

Þann 18. september 96 var Domintíanus ráðinn af dögum af samsærismönnum í höllinni og þann sama dag var Marcus Cocceius Nerva krýndur keisari.

Brjóstmynd af Nerva, Narni, Ítalíu


Fyrirrennari:
Dómitíanus
Keisari Rómar
(96 – 98)
Eftirmaður:
Trajanus


Neðanmálsgreinar

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Aurelius Victor segir árið vera 35 (Caes. 12.11), Dio Cassius (68.4.4) segir árið vera 30. Almennt er talið að síðara ártalið sé rétt.
  Þessi fornfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.