Neil Gorsuch
Neil Gorsuch (f. 1967) er bandarískur lögfræðingur og dómari við hæstarétt Bandaríkjanna. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilnefndi hann í sæti Antonin Gregory Scalia 31. janúar árið 2017. Skipun hans tók gildi 10. apríl 2017 eftir að meirihluti þingmanna í öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti tilnefninguna.[1] Gorsuch er einn af þremur hæstaréttardómurum sem Donald Trump hefur skipað í embætti.[2] Gorsuch er íhaldssamur í skoðunum og fylgir stjórnarskrá Bandaríkjanna til hins ítrasta.[3]
Æviágrip
[breyta | breyta frumkóða]Gorsuch fæddist 29. ágúst 1967 í borginni Denver í Colorado. Hann fluttist síðar með fjölskyldu sinni til Bethesda í Maryland þar sem hann fór í Georgetown-einkaskólann. Brett Kavanaugh, sem Donald Trump skipaði sem hæstaréttardómara árið 2018, var nemandi við skólann á sama tíma og Gorsuch. Gorsuch útskrifaðist sem stjórnmálafræðingur frá Columbia-háskóla í New York og í kjölfarið sem lögfræðingur frá Harvard-háskóla í Massachusetts þar sem hann var bekkjarbróðir Baracks Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Árið 2004 lauk hann doktorsgráðu í lögfræði frá Oxford-háskóla.[4]
Gorsuch varð dómari við áfrýjunardómstólinn í Denver árið 2006 og gegndi því starfi þar til hann tók sæti í hæstarétti Bandaríkjanna. Áður gegndi hann starfi aðstoðarmanns tveggja hæstaréttardómara, þeirra Byron White og Anthony Kennedy.[5]
Dómari við hæstarétt Bandaríkjanna
[breyta | breyta frumkóða]Gorsuch var fyrsta tilnefning Donalds Trump Bandaríkjaforseta í sæti hæstaréttardómara.[6] Síðar átti hann eftir að tilnefna - og öldunadeildin að samþykkja - Brett Kavanaugh og Amy Coney Barrett. Gorsuch var tilnefndur í sæti Antonin Gregory Scala 31. janúar árið 2017 og skipun hans tók gildi 10. apríl sama ár eftir að meirihluti þingmanna í öldungadeildinni samþykkti tilnefninguna.[7] Allir öldungadeildarþingmenn Repúblikana greiddu atkvæði með honum og þrír þingmenn Demókrata, Joe Manchin, Heidi Heitkamp and Joe Donnelly.[8]
Antonin Scalia lést í febrúar árið 2016 þegar Barack Obama var forseti Bandaríkjanna. Obama reyndi að fylla í það skarð en Repúblikanar komu í veg fyrir það með málþófi. Margir Demókratar litu svo á að þeir höfðu verið rændir þeim möguleika að tryggja meirihluta í hæstarétt úr hópi frjálslyndari dómara.[9]
Gorsuch lagði áherslu á sjálfstæði sitt þegar hann kom fyrir hæfisnefnd öldungadeildar þingsins í kjölfar tilnefningar Trump. Þá gagnrýndi hann hrakyrði Trumps í garð dómstóla og dómara landsins og sagði þau dapurleg. Hann sagðist ekki vera fulltrúi forsetans eða ákveðins flokks.[10]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Neil Gorsuch“, Wikipedia (enska), 26. október 2020, sótt 28. október 2020
- ↑ „Donald Trump - Supreme Court“. Encyclopedia Britannica (enska). Sótt 28. október 2020.
- ↑ Róbert Jóhannsson (Febrúar 2017). „Gorsuch fyllir í skarð Scalia“. Sótt Október 2020.
- ↑ „Neil Gorsuch“, Wikipedia (enska), 26. október 2020, sótt 28. október 2020
- ↑ Róbert Jóhansson (Febrúar 2017). „Gorsuch fyllir í skarð Scalia“. Sótt Október 2020.
- ↑ Carrie Johnson (Janúar 2017). „Who Is Neil Gorsuch, Trump's First Pick For The Supreme Court?“. NPR. Sótt Október 2020.
- ↑ „Donald Trump - Supreme Court“. Encyclopedia Britannica (enska). Sótt 29. október 2020.
- ↑ Adam Liptak & Matt Flegenheimer (Apríl 2017). „Neil Gorsuch Confirmed by Senate as Supreme Court Justice“. New York Times. Sótt Október 2020.
- ↑ Kristján Róbert Kristjánsson (Febrúar 2017). „Búist við hörðum átökum í öldungadeildinni“. Sótt Október 2020.
- ↑ Ævar Örn Jósepsson (Mars 2017). „Gorsuch: „Enginn er hafinn yfir lög"“. Sótt Október 2020.