Minnisvarði
Útlit
Minnisvarði eða minnismerki er hlutur sem þjónar þeim tilgangi að minna á látna manneskju eða liðinn atburð. Algengasta form minnisvarða er legsteinn sem settur er yfir gröf látinnar manneskju. Minnisvarðar sem helgaðir eru þekktu fólki eða merkisatburðum eru venjulega höggmyndir, gosbrunnar eða jafnvel almenningsgarðar.