Fara í innihald

Merseyside

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Merseyside á Englandi.

Merseyside er sýsla á Norðvestur-Englandi á Bretlandi. Hún er 645 km2 að stærð og er nefnd eftir fljótinu Mersey. Íbúar voru rúmlega 1.442.000 árið 2022. Borgin Liverpool er sú stærsta í Merseyside. Annars eru stærri bæir Birkenhead, St Helens og Southport. Liverpool varð mikilvæg iðnaðarborg í iðnbyltingunni og í Birkenhead byggðist upp skipaiðnaður. Tónlist og íþróttir urðu mikilvægar menningargreinar á síðari hluta 20. aldar.

Merseyside var stofnuð árið 1974.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.