Fara í innihald

Meconopsis chankheliensis

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Sóleyjabálkur (Ranunculales)
Ætt: Draumsóleyjaætt (Papaveraceae)
Ættkvísl: Blásólir (Meconopsis)
Tegund:
M. chankheliensis

Tvínefni
Meconopsis chankheliensis
Grey-Wilson
Samheiti

Papaver chankheliense (Grey-Wilson) Christenh. & Byng

Meconopsis chankheliensis[1] er blásól ættuð frá V-Nepal.[2] Hún blómstrar stórum rauðleitum blómum, í 0,4-1,5m, skúf eða klasa upp úr hvirfingu fjaðurflipóttra, lensulaga grænna blaða. Hún vex í nokkur ár og deyr svo eftir blómgun (eins og tvíærar jurtir, "monocarpic").[3]

Nýlaga hefur verið farið yfir flokkun silkiblásólar (Christopher Grey-Wilson 2006)[4] og fjórar tegundir stofnaðar úr henni: M. chankheliensis, M. ganeshensis, M. staintonii og M. wilsonii, einnig hefur M. wallichii verið endurvakin. Það gerir silkiblásól einvörðungu gulleita á lít. Litur hinna getur verið frá rauðu yfir í blátt.

Silkiblásól er sögð hafa verið reynd hérlendis[5] en líklega gæti það átt við einhverja af fyrrnefndum tegundum eða blending silkiblásólar.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Meconopsis chankheliensis Grey-Wilson | COL“. www.catalogueoflife.org. Sótt 27. janúar 2024.
  2. „Meconopsis chankheliensis Grey-Wilson | Plants of the World Online | Kew Science“. Plants of the World Online (enska). Sótt 27. janúar 2024.
  3. Christopher Grey-Wilson (2014). The genus Meconopsis - Blue poppies and their relatives. Kew Publishing Royal botanic gardens, Kew. bls. 79-80. ISBN 978-1-84246-369-7.
  4. Grey-Wilson, 2006. The True Identity of Meconopsis Napaulensis DC. Curtis's Botanical Magazine, Volume 23, Number 2, May 2006, pp. 176–209(34)
  5. Akureyrarbær. „Garðaflóra“. Lystigarður Akureyrar. Sótt 26. janúar 2024.
  Þessi grasafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.