Mario Kempes
Mario Kempes | ||
Upplýsingar | ||
---|---|---|
Fullt nafn | Mario Alberto Kempes Chiodi | |
Fæðingardagur | 15. júlí 1954 | |
Fæðingarstaður | Beli Ville, Argentína | |
Hæð | 1,84 m | |
Leikstaða | framsækinn miðherji, framherji | |
Meistaraflokksferill1 | ||
Ár | Lið | Leikir (mörk) |
1970-1973 | Instituto | 13 (11) |
1973-1976 | Rosario Central | 107 (85) |
1976-1981 | Valencia | 142 (95) |
1981-1982 | River Plate | 29 (15) |
1982-1984 | Valencia | 42 (21) |
1984-1986 | Hércules | 38 (10) |
1986-1987 | First Vienna | 20 (7) |
1987-1990 | St. Pölten | 96 (34) |
1990-1992 | Kremser SC | 39 (7) |
1993-1994 | Pelita Jaya | 18 (12) |
1995 | Fernández Vial | 11 (5) |
1996 | Lushnja | () |
Landsliðsferill | ||
1973-1982 | Argentína | 42 (20) |
Þjálfaraferill | ||
1995-1996 1996 1997-1998 1999 2000 2000-2001 2001-2002 2002 |
Pelita Jaya Lushnja Mineros de Guayana The Strongest Blooming Independiente Petrolero Casarano San Fernando | |
1 Leikir með meistaraflokkum og mörk |
Mario Alberto Kempes Chiodi (fæddur 15. júlí 1954) er argentínskur knattspyrnumaður. Hann lék sem sóknarmaður og marksækinn miðjumaður allan sinn feril. Hann var hetja argentínska landsliðsins sem varð meistari á heimavelli á HM 1978, þar sem hann varð bæði markakóngur og valinn leikmaður mótsins. Á löngum atvinnuferli lék hann í Argentínu, Spáni, Austurríki og víðar.
Ævi og ferill
[breyta | breyta frumkóða]Mario Kempes fæddist í Bell Ville í Córdoba-héraðinu í Argentínu, móðir hans var af ítölskum ættum en faðir hans af þýskum. Sextán ára gamall fór hann að leika með heimaliði sínu Instituto og var þar um tíma samherji Osvaldo Ardiles sem síðar átti eftir að gera garðinn frægan með honum í landsliðinu. Frammistaða hans í Argentínu vakti snemma athygli evrópskra stórliða og árið 1976 gekk hann í raðir Valencia á Spáni, þar sem hann spilaði með hléum næstu árin. Hjá Valencia varð hann bikarmeistari og vann Evrópukeppni bikarhafa eftir sigur á Arsenal í úrslitum árið 1980. Hann varð jafnframt í tvígang markakóngur í La Liga.
Eftir dvölina hjá Valencia gekk Kempes í raðir Hércules þar sem hann var um skeið liðsfélagi Íslendingsins Péturs Péturssonar. Þegar leið á níunda áratuginn og árin tóku að færast yfir fjaraði hægt og bítandi undan ferli Kempes. Hann lék um nokkurra ára skeið með ýmsum austurrísku félagsliðum og áður en hann lagði skóna á hilluna, kominn á fimmtugsaldur, náði hann nokkrum leikjum með liðum frá Indónesíu, Síle og Albaníu, í sumum tilvikum sem spilandi þjálfari.
Landsliðsmaðurinn
[breyta | breyta frumkóða]Kempes lék 43 landsleiki og skoraði í þeim 20 mörk á árunum 1973-82 og tók þátt í þremur úrslitakeppnum HM, HM 1974, 1978 og 1982.
Hann var eini leikmaðurinn sem lék utan Argentínu sem valinn var í landsliðshópinn fyrir HM 1978. Kempes fór rólega af stað og skoraði ekki í þremur fyrstu leikjum sinna manna í keppninni en þá hrökk hann í gang og skoraði sex sinnum í næstu fjórum viðureignum og varð markakóngur. Þetta voru jafnframt síðustu landsliðsmörk Kempes á ferlinum, en hann var þá einungis 23 ára gamall. Frammistaðan á heimsmeistaramótinu 1978 skilaði Kempes titlinum knattspyrnumaður Suður-Ameríku sama ár.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Mario Kempes“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 10. febrúar 2024.